Mac & cheese

Það sem þarf er:

F. 6-8

1 uppskrift bökuð brauðmylsna

Salt

500 gr. pasta

6 msk. ósalt smjör

2 hvítlusksrif, fín söxuð

1 tsk. sinnepsduft

1/4 tsk. cayenne pipar

6 msk. hveiti

2 1/4 bolli kjúklingasoð

3 1/2 bolli mjólk (ég nota léttmjólk)

4 bollar rifinn ostur

2 bollar rifinn sterkur cheddar

Nýmalaður svartur pipar

Í bakaða brauðmylsnu:

4 sneiðar samlokubrauð

2 msk. ósalt smjör

2 msk. söxuð fersk steinselja

Salt og pipar

Ég þarf að játa að hafa verið með fordóma gagnvart "Macaroni and cheese" sem er einn af uppáhaldsréttum Ameríkana. Ég get ekki fært nein skynsamleg rök fyrir því, það er bara... aþþíbara :-) En ég át hattinn minn eftir að ég smakkaði þessa útgáfu. Ástæðan fyrir því að ég sló til núna var sú að ég er búin að vera að rekast á uppskriftir af þessum ágæta rétti út um allt, svo ég ákvað að láta vaða og prufa, líka vegna þess að ég átti allskonar smábita af osti og einu og öðru sem var varla hægt að gera neitt almennilegt við og ég of mikill sparsemispúki til að henda þeim í ruslið. Uppskriftin var frekar stór fyrir mitt heimili, Svo ég notaði helming og frysti restina, það er alltaf gott að eiga eitthvað í frystinum þega maður hefur ekki tíma eða er bara latur Þessi réttur frystist vel og geymist líka vel í kæli í allt að 2 daga.

Svona geri ég:

Brauðmysna: Ofninn hitaður í 180°C. Allt sett í matvinnsluvél og púlsað ca. 6 sinnum, svo mylsnana verði ekki of fín. Dreift á plötu og bakað í 15 mín., velt um nokkrum sinnum. Ofninn er hitaður í 180°C. Suðan er látin koma upp á söltu vatni í stórum potti og pastað er soðið í helming af uppgefnum suðutíma, ca. í 5 mín., svo er vatninu hellt af pastanu í sigti og það geymt. Potturinn er þerraður og smjörið er brætt í honum og svo er hvít-laukur, sinnepsduft og cayenne pipar steikt í smjörinu í um 1/2 mín. eða þar til það er farið að gefa frá sér góða lykt. Þá er hveitinu hrært útí og mallað í um 1 mín. Tekið af hitanum, kjúklingasoðinu og mjólkinni er þeytt varlega útí, potturinn er aftur settur á hitann og látið malla þar til sósan er orðin þykk og mjúk, um 15 mín. Potturinn er tekinn af hitanum og ostinum hrært útí, þart til hann er alveg bráðinn, piprað og saltað (varlega þó, osturinn er saltur). Pastanu er hrært varlega útí og svoer öllu hellt í eldfast fat, eða nokkrar litlar skálar, brauðmylsnunni dreyft yfir og bakað í 25-35 mín.

Verði þér að góðu :-)

So cheesy.... 😋