Portúgalskur kjöthleifur

Það sem til þarf er:

F. 4

Kjöthleifurinn:

1 stór laukur, saxaður í miðlungsstóra bita

4 msk. smjör

1 box sveppir, í sneiðum

Sávarsalt og nýmalaður svartu pipar

1 bolli gamalt þurrt brauð, mulið nokkuð fínt í höndunum eða Panco rasp

500 gr. nautahakk

1 stórt egg

Sósan:

1 1/2  msk. tómat paste

2 tsk. paprika

1 lítil chorizo pylsa, skorin smátt

2 bollar kjúklingasoð

2 tsk. Worchester sósa

1 1/2 bolli sýrður rjómi

1/2 bolli rjómi

Söxuð fersk steinselja

Katröflumús:

1/2 kg. kartöflur

Sjávarsalt 

Smjör 

2-4 msk. rjómi

Hér er á ferðinni dásamlegur kjöthleifur sem er upplagt að hafa í miðri viku.  Hann er mjög ljúffengur, með geggjaðri rjómalagaðri sósu, sem er krydduð með Chorizo pylsu og tómat.  Endilega prófaðu :-)

Svona geri ég:

Kjöthleifurinn:   Ofninn er hitaður í 180°C.  Laukurinn og sveppirnir eru steiktir  upp úr smjörinu, á rúmgóðri pönnu.  Saltað og piprað og steikt þar til sveppirnir eru farnir að brúnast aðeins. Pannan er tekin af hitanum og sett til hliðar.  Helmingurinn af sveppunum er settur í skál, restin skilin eftir á pönnunni. Brauðinu er blandað út í sveppina í skálinni, kryddað yfir með salti og pipar, þá er hakkinu blandað varlega út í blönduna, egginu blandað út í, í lokin.  Mótað í hleif, saltað og piprað yfir.   Hleifnum er pakkað í smjörpappír og hann bakaður í 1 klst.

Sósan:  Pannan er sett á hitann aftur og þegar sveppirnir eru orðnir heitir, er tómat paste-inu og paprikunni bætt á pönnuna, ásamt Chorizo pylsunni og steikt áfram þar til pylsan er farin að gefa frá sér fitu og tómatmaukið farið að karamelliserast, ca. 3-4 mín., þá er Worchestershire sósunni og kjúklingasoðinu bætt á pönnuna.  Sýrði rjóminn er settur í miðlungs stóra skál ásamt og  1/4 bolla af heitu sveppamaukinu og blandað saman við hann.  Síðan er rjómanum og tempraða sýrða rjómanum, hellt út á pönnuna og hitað í gegn, um 5 mín., Ekki láta sósuna sjóða.  

Kartöflumúsin:  Kartöflurnar eru skrældar og skornar í nokkra bita.  Suðan er látin koma upp á söltu vatni, í meðalstórum potti.  Þær eru soðnar í, þar til þær eru gegn soðnar 8-10 mín.  Vatnið er látið leka vel af þeim, í sigti, síðan eru þær maukaðar með smjöri og rjóma, saltað og piprað eftir smekk.  Steinseljunni er dreift yfir, að síðustu.

Verði þér að góðu :-)

Sósan

Kartöflumús

Kósý matur 🌶️🧄🥔