Kremuð kalkúnasúpa

Prentvæn útgáfa

Það sem til þarf er:

f. 4

5-600 gr. matreitt kalkúnakjöt, húðin tekin af

1 1/2 dl þurrt hvítvín

1 L vatn

1 stór laukur, saxaður

2 sellerý stilkar, saxaðir

1 púrra, hreinsuð og skoin í bita

1-2 timian greinar

1 lárviðarlauf

Salt og svartur pipar

Kalkúnasoð, fljótandi (Fond)

20 gr. hveiti

1 1/2 dl rjómi

Frábært að hafa brauð og góða olíu eða smjör með

Það er frábært að nota afganga af kalkúni eða kjúkling í þessa súpu, ásamt allskonar grænmeti og kryddi sem er til í ísskápnum. Það er fátt betra en heimalöguð súpa :-)

En svona gerum við:

Kalkúnakjötið er skorið í munnstóra bita og sett í pott ásamt hvítvíni og soðið kröftuglega i smástund svo alkóhólið gufi upp. Þá er lauk, sellerý, timian greinum, lárviðarlaufi, vatni, kalkúnakrafti, salti og pipar bætt útí og mallað undir loki í 45 mín., en þá er lárviðarlaufið og timian greinarnar teknar uppúr og súpan kæld í um 30 mín. Um 150 gr. af kjöti og grænmeti er sigtað frá og geymt, síðan er töfra-sproti settur í pottinn og súpan þeytt með sprotanum (varlega, bannað að brenna sig ) þar til hún er kremuð og mjúk. Hveiti og rjómi er pískað saman í lítilli skál, svo er 2-3 ausum af súpu bætt útí hveiti jafniniginn svo hann verði ekki kekkjaður, síðan er blöndunni hellt útí súpuna og hún hituð upp aftur, en það þarf að hræra stöðugt í á meðan eftir að hveitið er komið útí. Smakkað til með salti, pipar, krafti og timian eftir þínum smekk. Restin af kjötinu og grænmetinu sem var geymt er sett útí súpuna og hún borin á borð. Það er ekki verra ef 1 msk. af þeyttum rjómatoppi er fleytt ofaná hvern disk ef hann er til.

Verði þér að góðu :-)

Kremuð og ljúf!