Bakaður lax með krydduðum brauðhjúp

Það sem til þarf er:

f. 4

2 þykkar brauðsneiðar, muldar milli fingranna

2 msk. ólívuolía

Fínrifinn börkur og safi af 1 appelsínu

4 msk. steinselja, söxuð

1 ½ tesk. tarragon

Salt og pipar

700 gr laxaflak, beinhreinsað

3 msk. majones

Ég er búin að halda uppá þessa uppskrift lengi. Hún er alltaf jafngóð hvort sem það er heitur sumardagur eða vetrardrungi, bragðið er ferskt og bjart og kitlar bragðlaukana. Svo er ekki verra að hún er einföld og fljógerð, lítur út fyrir að vera meira fansý en fyrirhöfnin er. 

En svona er hún:

Byrjaðu á að hita ofninn í 200°. Bökunarpappír er settur á plötu og spreyjaður með olíu. Flakið er sett á pappírinn, saltað og piprað. Brauðmylsnan, olían, appelsínu-börkurinn, 2 msk. af appelsínusafanum steinseljan og ½ tesk. af tarragoni blandað saman og sett ofan á laxinn. Þú skaltu þrýsta létt ofaná mylsnuna svo hún festist vel við laxinn. Hann er svo bakaður í 13-14 mín.Majonesið er blandað með appelsínusafanum þangað til það er álíka þykkt og súrmjólk, þá seturðu restina af tarragoninu útí. Svo hefurðu kartöflur og uppáhalds salatið þitt með. 

Verði þér að góðu:-)

      Meiriháttar 😘