Panettone búðingur

Það sem til þarf er:

F. 8

600 gr. panettone

8 stór egg

2 bollar mjólk, ekki léttmjólk

1 tsk. vanilludropar

1/2 - 1 tsk. salt

1/4 tsk. kanill

1/4 tsk. nýrifin múskathneta

Flórsykur, til að stkreyta með

Meðlæti:

Þeyttur rjómi

Hlynsíróp

Fersk ber

Þessi búðingur er matarmikill og nýtir afgangs Panettone brauðið mjög vel. Hann er mjög sniðugur á brunch borðið, þegar fjölskyldan hittist yfir hátíðarnar. Endilega prófaðu :-)

Svona geri ég:

30 cm eldfast fat er smurt vel, að innan. Brauðið er skorið í um 2 cm þykkar sneiðar og raðað í fatið svo sneiðarnar leggist upp á hverja aðra að hluta. Eggin eru þeytt saman í stórri skál, ásamt mjólk, vanillu, kanil og múskati. Eggjablöndunni er hellt yfir brauðið, það er gott að þrýsta aðeins ofan á sneiðarnar með lófanum, svo að sneiðarnar dekki vökvann í sig. Plast er breytt yfir fatið og látið standa í 1 klst. Ofninn er hitaður í 180°C. Fatinu er stungið í ofninn og bakað í 45-50 mín., eða þar til brauðið hefur brúnast aðeins og lyft sér og blásið út. Tekið úr ofninum og látið hvílast í um 10 mín. Flórsykri er drussað yfir fatið og borið á borð með þeyttum rjóma, hlynsírópi og berjum.

Verði þér að góðu :-)

Ljúffengt 🍊🍓🍐