Lúxus hafragrautur

Það sem til þarf er:

F. 2-3

Lagt í bleyti:

1 stór glerkrukka með loki

1 bolli grófir hafrar (ekki Solgryn)

1 msk. lífrænt ógerilssneytt eplaedik, eða sítrónusafi

Í suðu:

1 bolli vatn

1/2 bolli kókos-/möndlu-/kúamjólk

1/2 bolli eggjahvítur

Salt, eftir smekk

Kanill/vanilludropar, ef þú vilt

Toppur:

Möndlu-/hnetursmjör

Ávextir að eigin vali, ferskir, þurrkaðir eða afþyddir

Hempræ

Grófar kókorflögur

Saxaar hnetur að eigin vali

Það er ekki sama Jón og Séra Jón þegar hafragrautur er annars vegar. Ég hef borðað hafragraut frá því ég man eftir mér og alltaf þótt hann góður. En, svo eldist maður og þá kemur í ljós að maður þolir ekki það sem einu sinni var í lagi. Haframjöl er frábær nærandi fæða, en í því er Phytic acid, (ef þú vilt lesa meira um það), sem fer ekki vel í mína meltingu, ég má t.d. ekki borða fræ. En, það er hægt að minnka áhrifin með því að leggja hafrana í bleyti í vatn yfir nótt með svolitlu magni af sýru í, eins og t.d. og ógerilsneyddu eplaediki eða sítrónusafa. Um morguninn, áður en ég sýð grautinn, skola ég hafrana vel í sigti yfir rennandi vatni, þar til það rennur næstum hreint vatn af þeim. Ég sýð grautinn lengur en veljulega og gef grautnum svo auka skammt af próteini, með því að hræra eggjahvítum út í hann, þú trúir ekki hvað það gerir hann góðan. Það er eins og hann sé soðinn í rjóma ;D Svo, til að taka grautinn á næsta stig og gera hann að enn meiri lúxus set ég ofan á hann þá ávexti, hnetur, hnetu-möndlusmjör, múslí, rjóma slurk, rúsínur eða fíkjur sem ég á eða dettur í hug að setja saman og nýt þess að dekra við mig á hollan og nærandi hátt hversdag. Það er hægt að breyta grautnum þannig að það er erfitt að hafa sömu samsetninguna oft, endalaus tilbreyting. Þegar þú ert komi upp á lagið, er ekkert mál að sjóða grautinn ;D

Svona geri ég:

1 bolli af höfrum og 1 msk. af eplaediki er sett í stóra krukku með loki á og fyllt upp af vatni. Lokið sett á og hrist vel saman. Látið standa á eldhúsborðinu yfir nótt eða í 24 tíma. Þegar þú ætlar að sjóða grautinn, hellir þú höfrunum í sigti og lætur renna af þeim, og setur sigtið undir rennandi vatn þar til vatnið semrennur undan er næstum tært. Hafrarnir eru settir í pott með 1 bolla af vatni og salti. Suðan er látin kom upp og hitinn síðan lækkaður niður á róðlega suðu og grauturinn soðinn í 20 mín. Þá er potturinn tekinn af hitanum og 1/2 bolli af möndlumjók hrærður útí og blandað vel saman. Eggjahvítunum er síðan hrært útí og potturinn settur aftur á hitann og suðan látin koma rólega upp. Smakkaður til með salti og kryddi ef þú notar það. Borinn á borð með því meðlæti sem þú vilt.

Verði þér að góðu :-)

P.s.: Ég bý til graut fyrir 2 daga í einu, og geymi afgangnn í ísskápnum og hita hann sv upp í potti eða í örbylgjunni daginn eftir.

Dekurrófa 😊