Túnfisksalat

Það sem til þarf er:

2 dósir túnfiskur, annaðhvort í vatni eða oíu

1/2 bolli majones

1/2 bolli fínsaxað sellerý

3-4 msk. fínsaxaður rauðlaukur

3-4 msk. fínsöxuð rauð paprika

2 msk. kapers

2 tsk. sítrónusafi

1 tsk. dijon sinnep

Salt og nýmalaður svartur pipar

Samlokubrauðið sem þér finnst best, vefja eða avokadó helmingar

Dijon sinnep til að smyrja brauðið með

Ég elska gott túnfistsalat, það er svo frábært að grípa í það, til að setja í samlokur, í vefjur með slatta af grænmeti og salati, eða setja nokkrar skeiðar í hálft avokadó, þá er maður kominn með frábæran hádegisverð eða millimál. Eins og margir, er ég að reyna að borða nokkra skammta af feitum fiski í hverri viku, eins og t.d. sardínum, túnfiski, makríl eða laxi, þetta finnst mér frábær leið til að ná því. Frábært salat til að grípa í, fullt af bragði og góðu grænmeti, endilega prófaðu!

Svona geri ég:

Túnfiskurinn er tekinn úr dósunum og settur í sigti og vatnið eða olían, látin leka vel af honum. Majonesið er hrært upp í skál og túnfisknum hært út í, ásamt restinni af hráefnunum og smakkað til. Ef þú setur salatið í samloku, finnst mér toppurinn að smyrja örþunnu lagi af dijon sinnepi á brauðsneiðarnar og setja svo nokkur lauf af blaðsalati og svo túnfisksalatið. Geymisst í lokuðu íláti í ísskáp í 3-4 daga.

Verði þér að góðu :-)

Gott að grípa í 🫶🏻