Stökkt rótargrænmeti

Það sem til þarf er:

F. 4-6

2-3 gulrætur

2 steinseljurætur

1 sæt kartafla

1-2 kartöflur

Grænmetisolía til að steikja upp úr

Salt

Krönsý og fallegt, gott með öllum mat, eða bara sem snakk :-)

Svona geri ég:

Grænmetið er skrælt og skorið með julienne rifjárni, svo það rifni í langar örþunnar ræmur. Þær eru svo þerraðar mjög vel með eldhúspappír. Olía er hituð í stórum potti og stór bakki með góðu lagi af eldhúspappír, til að láta olíuna leka af grænmetinu. Þegar olían er orðin nógu heit, er góður slatti af grænmetisræmum settir út í olíuna og steiktur þar til hann flýtur upp. Tekinn til hliðar og haldið áfarm að steikja þar til allt grænmetið er búið. Þá er allt steikt aftur til að ná því mjög stökku, saltað. Það er nauðsynlegt að tvísteikja það til a ná öllum vökvanum úr því. Látið kólna alveg, á nýju lagi af eldhúspappír. Þegar grænmetið er orðið kalt, er það sett í box og geymt þar til á að nota það.

Verði þér að góðu :-)

Crazy gott 😍🎊