Trufflur með chilli

Það sem til þarf er:

1/2 kg. gott dökkt súkkulaði, 70%

200 gr. ljóst súkkulaði, 40-50%

Kanill á hnífsoddi

2 allspice ber (fást í krukkum frá Kryddhúsinu)

10 negulnaglar

1/2 tsk. chiliflögur

4 1/2 dl. rjómi

30 gr. smjör

50 gr. kakó

Dásamlegar kryddaðar súkkulaði trufflur með smá sparki af chilli í restina. Það er nánast ekkert mál að gera þær og svo geymast þær mjög vel í frystinum. Trufflað með góðum kaffibolla eða freyðivínsglasi. Mér finnst líka gaman aðð færa góðum vini litið fallegt box af heimagerðum trufflum , þegar maður fer í heimsókn.

Svona gerði ég:lítil

Form sem er ca. 30x30 er smurt að innan með smá olíu og fóðrað að innan með plastfilmu. Súkkulaðið er brotið í bita í ofan í hitaþolna skál. Rjóminn er settur í pott, kryddin marin fínt, í mortéli og blandað út í rjómann. Rjóminn er svo hitaður að suðu og svo hellt yfir súkkulaðið og látið standa í skálinni þar til súkkulaðið er bráðið. Ef rjóminn er of heitur og súkklaðið skilur sig, er ráð að setja nokkrar skeiðar af köldum rjóma útí súkkulaðið og hræra það saman. Ef það hins vegar bráðnar ekki alveg, er skálin sett yfir vatnsbað og hitað þar til allt súkkulaðið er bráðið. Súkkulaðiblöndunni er hellt í formið og henni jafnað útí hornin á forminu, því er síðan stungið í frystinn í í 1-1 1/2 klst. Kakóið er sigtað í stóra skál, formið er tekið úr frystinum og því hvolft á skurðbretti. Plastið er tekið af súkkulaðinu og það skorið í jafna bita. Bitunum er velt vel upp úr kakóinu, svo það þeki alla bitana vel. Gæti þurft aðeins meira kakó til að klára þá alla. Bitunum er raðað í einfalt lag í geymslubox, með pappír á milli laga og því stungið í kæli þar til á að nota trufflurnar.

PS. Geymist mjög vel í frysti, í lokuðu boxi.

Verði þér að góðu :-)

Trufflað 😎🌶