Kryddað hrökkbrauð

Það sem til þarf er:


Stór skammtur

600 gr. af blönduðum fræum, t.d. sesamfræjum , sólblómafræjum, hörfræjum og graskersfræjum

120 gr. rifinn sterkur ostur, t.d. Cheddar ostur

40 gr. Parmesan ostur

2 msk. Psyllium husk

2 dl vatn

4 egg

1 tsk. salt

1 tsk. paprika

1/2 tsk. reykt paprika

2 msk. kúmen

Ofan á:

Grófar sjávarsalt flögur

Mikið er gott að geta fengið sér eitthvað meinhollt, sem er líka rosalega gott. Hrökkbrauðið geymst mjög vel í lokuðu boxi, er frábært eitt sér, en er enn betra með smjöri og osti og allskonar nammi, sem þér dettur íhug að setja ofan á það. Ein af mínum uppáhald samsetningum ofan á hrökkbrauðsbitann minn, er túbukavíar og gúrkusneið, OMG jumm :-) Gerðu þér greiða og búðu til skammt, uppskriftin er frekar stór, það er auðvelt að helminga hana. En mér finnst gott að búa til stóran skammt, því hann endist ekkert sérlega vel hjá mér, klárast alltaf svo hratt :-)

Svona geri ég:

Ofninn er hitaður í 170°C á blæstri. 3 ofnplötur eru pappírsklæddar. Öllu hráefninu er blandað saman í stóra skál. Deiginu er skipt í 3 hluta og hver hluti er settur á milli 2 jafnstórra bökunarpappírsblaða og rúllað mjög þunnt út, sjávarsalt flögum er dreift yfir, restin af deiginu er klárað á sama hátt. Plötunum er stungið í ofninn og bakað í 25 mín. Þá er ofnhitinn lækkaður í 140°C og ef þú vilt skera för í deigið, sem þú getur síðan brotið brauðið eftir, þegar það er bakað, er núna. Síðan er plötunum stungið aftur í ofninn og bakað í allavega 40 mín., jafnvel lengur, ef hrökkbrauðið er ekki orðið þurrt og stökkt, en hafðu auga á því eftir 40 mínúturnar. Það er ágætt þegar brauðið er orðið stökkt að slökkva á ofninum og opna ofnhurðina að hluta og láta það ver í ofninum þar til hann kólnar. Tekið úr ofninum og látið kólna algjörlega áður en það er brotið í bita og sett í box með góðu loki.

Verði þér að góður :-)

Kröönsý og dásamlegt 🧀🌻