Skorpu/

Purusteik

Það sem til þarf er:

F. 6-8

4.2 kg. nýr svínbógur með puru

3-4 lárviðarlauf

1 1/2 tsk. negulnaglar

1/2 tsk. fennelfræ

1 1/2-2 msk. gróft sjávarsalt

Nýmalaður svartur pipar

Skorpusteik, purusteik eða hvað maður velur að kalla þessa yndislegu stórsteik, sem er oft tengd við jólin. Þú getur framkallað í huganum ilminn af steikinni, lárviðarlaufi og negulnöglum, heyrt puruna poppast og kannski heyrirðu líka jólatóna. Það er fátt sem mér finnst betra en góð skorpusteik með kraftmikilli steika sósu, sykurbrúnuðum kartöflum og heimagerðu rauðkáli. Steikin er ekki bara tengd jólunum, það má líka borða hana hvenær sem er hátíð í bæ. Ef þú ert ekki búin að prófa skaltu endilega drífa í því, þú sérð ekki eftir því.

Svona geri ég:

Kvöldinu áður en á að borða steikina, tek ég utan af henni umbúðirnar og set hana á disk og legg plastfilmu laust yfir og læt hana standa út á borði yfir nóttina. Þegar kemur að því að elda hana eru skurðir skornir ofan í húðina með ca. 1 1/2 cm millibili yfir alla steikina og svo á hinn veginn, svo það myndist tíglamynstur. Til þess er best að nota mjög beittan hníf eða dúkahníf og muna að fara mjög varlega, bannað að skera sig. Ofninn er hitaður í 180°C. Lárviðarlaufi, negulnögum og fennel fræum, er komið fyrir jafnt inní skurðina og síðan er grófu salti dreift yfir steikina (miklu) og í lokin er svartur pipar malaður yfir, sett í ofnskúffu. Ef þú vilt er fínt að nota kjöthitamæli, en ég miða við að steikja steikina í 40 mín. á hvert kg. Síðasta hálftímann er hitinn hækkaður í 220°C, ég set smávegis af vatni í skúffuna og steika safanum er svo ausið yfir steikina 2-3 sinnum. Ef það eru einhverjir bitar af puru sem eru ekki poppaðir og stökkir, er gott að kveikja á grillinu í ofninum og leifa því að poppast upp, en það þarf að fylgjast með því svo ekkert brenni. Steikin er svo tekin út úr ofninum og sett á fat og látin bíða í 10-15 mín. áður en hún er skorin. Soðið úr skúffunni er geymt til að smakka sósuna til með.

Verði þér að góðu :-)

Ó mæ 😮