Jóla humar

Það sem til þarf er:

F. forréttur f. 4 eða smáréttur f.2

Lokið:

150 gr. hveiti

110 gr. smjör, kalt og skorið i kubba

Salt

1/4 bolli ískalt vatn

1 eggjarauða

1 msk. matreiðslurjómi

Humarinn:

340 gr. skelflettur humar

3 msk. smjör

1/3 bolli sellerí, í þunnum sneiðum, geyma laufið inn í stilknum í kryddsalatið

1 bolli púrra, þvegin og smátt skorin

Sjávaralt og nýmaður svartur pipar

1/8 tsk. Cayenne pipar

1 tsk. timian

1/2 tsk. fín rifinn sítrónubörkur

1 bolli matreiðslurjómi

2 tsk. kartöflumjöl

2tsk. kalt vatn

1/4 bolli sýrður rjómi

Kryddsalat:

1 msk. söxuð steinselja

1 msk. saxað dill eða estragon

1 msk. graslaukur

2 msk. sellerí lauf

Meðlæti:

Sítrónubátar

Þá er það jóla humarinn. Ég hef verið með þennan humarrétt á jólunum i nokkur ár. Við erum mörg og það má ekki vera flókið að koma forréttinum á borðið og helst ekki neitt, sem þarf að setja inn í ofninn, því hann er venjulega upptekinn. Það má búa til lokið á réttinn nokkrum dögum áður og geyma þau í lokuðu boxi. Sósuna má gera fyrr um daginn og setja svo humarinn út í þegar hann er hitaður upp, kryddjurtirnar má saxa daginn áður og geyma í lítilli skál ´ísskápnum. Þetta er fallegur og dásamlega góður réttur sem er þægilegt að gera, fullkomið :)

Svona geri ég:

Lokið: Hveiti og salti er blandað sama í skál, helmingnum af smjörinu er nuddað með fingrunum inn i hveitið þar til það verður að fínni mylsnu. Restinni af smjörinu er nuddað inn á sama hátt, en ekki eins fínt, grófir og ákveðnir smjörkekkir eiga að sjást. Ískalda vatninu er hellt út í hveitið og með snörum höndum er deiginu safnað saman í klístraða deigkúlu, sem er hnoðuð létt og síðan flött aðeins út, svo hún sé eins og diskur, sett í plast og stungið í ísskápinn í allavega 1 klst., eða til næsta dags. Ofninn e hitaður í 200°C. Deigið er rúllað ca. 1/2 cm þykkt út á hveitistráðu borði og undirskál notuð til að skera út kringlóttar kökur, sem eru lagðar á pappírsklædda bökunarplötu. Afskurðurinn er notaður til að skera út fallegt mynstur til að skreyta með. Eggjarauða og matreiðslurjóminn er þeytt saman og lokið er smurt með blöndunni, mynstrið sem þú skarst út er lagt ofan á og pensla með hrærunni, eða ekki, þá verður mynstrið matt, sem er fallegur contars við gljáann á lokinu. Bakað í 10 mín., þá er hitinn lækkaður og bakað áfram í um 10 mín., eða þar til lokið er gyllt og stökkt. Tekið af plötunni og sett á grind og látið kólna alveg. Sett í box og geymt þar til á að að nota það.

Humarinn: Humarinn er afþýddur og settur til hliðar. Smjörið er brætt á góðri pönnu á miðlungshita. Selleríið og púrran er steikt í 3-4 mín., saltað og piprað, síðan er Cayenne pipar, timian og sítrónuberki bætt út í, látið malla í nokkrar mínútur, síðan er matreiðslurjómanum bætt út í. Köldu vatni er hrært út í kartöflumjölið þar til að er kekkjalaust. Hellt út í pönnuna og hrært í á meðan sósan þykknar. Kryddað til sem meira kryddi ef þarf. Þú getur gert sósuna að þessum punkti ef þú ert að gera hana fyrir fram. Humrinum er bætt út í og honum leyft að hitna í 1-2 mín., í sósunni, síðan er sýrða rjómanum hrært út í. Diskarnir eru gerðir klára og sósunni skipt á milli þeirra, lokið er lagt fallega ofan á og síðan er kryddsalatinu dreift fallega ofan á lokið og í kringum sósuna, sítrónubátar eru settir til hliðar á diskinn. Borið strax á borð með köldu Prosecco eða hvítvíni.

Verði þér að góðu :-)

Lokið

Humarinn

Hátíðlegur 💫🥂