Bláberja smoothie

Það sem til þarf er:

f. 2

4 dl. kókos/möndlumjólk

Góður slurkur rjómi/kókosrjómi

1/2 bolli forsin bláber

Kreista af sítrónusafa

1/2 tsk. vanilludropar

Bláber eru dásamleg, sérstaklega ef maður týnir þau sjálfur, kannski áttu enn í frystinum? Þeytt með kókos/möndlumjólk og smá rjóma/kókosrjóma, eru þau enn betri. Þú startar deginum ferskur og fullur af góðri andoxun og orku! Eigðu góðan.. :D

Svona geri ég:

Allt sett í könnu og þeytt vel með töfrasprota, þar til drykkurinn er freyðandi. Hellt í falleg glös og notið.

Verði þér að góðu :-)

....andoxun, tjékk!