Súpa dagsins

Það sem til þarf er:

F. 3-4

7.5 dl vatn

1 1/2 púrra, klofin eftir endilöngu og hreinsuð vel undir rennandi vatni, skorin í 1 cm sneiðar

1 sóló hvítlaukur, marinn og fín saxaður

2 gulrætur í sneiðum

1/2 sellerý stilkur, skorinn i sneiðar

150 gr. sæt kartafla eða grasker í teningum

250 gr. kartöflur, skrældar í teiningum

2 lárviðarlauf

Nokkrar greinar af timian

Nokkrir stilkar fersk steinselja

Sjávaralt og nýmalaður svartur pipar

120 gr. sýrður rjómi

Þurrt estragon og nokkrar rauðar piparflögur

P. s. Ef þú átt afgang af grænmeti, sósu eða smávegis kjöt í afgang af helgarsteikinni, er upplagt að skutla því út í, í restina

Eftir eldhúsævintýri helgarinnar, er stundum smávegis af hinu og þessu grænmeti og jurtum, hringlandi í ísskápnum, sem þarf að vinna upp og gera eitthvað skemmtilegt úr. Þessi súpa er frábær á köldum vetradögum, þykk, matarmikil, ljúffeng og vinnur upp allskonar restar, sannkölluð naglasúpa. Endilega prófaðu hún er æði!

Svona geri ég:

Púrra, hvítlaukur, gulrætur, sætar kartöflur (ég notaði rest af frosnu graskeri), kartöflur og sellerý er sett í stóran pott. Lárviðarlauf, timian og steinseju-greinar eru bundin saman í lítinn vönd og stungið með í pottinn ásamt vatninu og góðum slatta af salti og pipar. Soðið í 40-45 mín. þar til grænmetið er mjög mjúkt. Ef þú ert að nota restar af helgarsteikinni, þá er upplagt að setja það útí núna. Kryddvöndurinn er tekinn uppúr og súpan maukuð með töfrasprota. Hituð að supup aftur og helmingnum af sýrða rjómanum, er hrært út í og súpan krydduð til með salti og pipar. Skipt á milli diska og 1-2 msk. af sýðum rjóma er hrært lauslega í yfirborðið af súpunni og toppað með estragon- og rauðum piparflögum ofan á. Borin á borð með góðu og brauði og smjöri ef þú vilt.

Verði þér að góðu :-)

Naglasúpa dagins 🤗