Ramen súpa

Það sem til þarf er:

F. 4-6

Dashi (soðið):

2 L salt lítið kjúklingasoð

16 þurrkaðir Shiitake sveppir

5 gr. söl

2 nori blöð, brotin

Tare og chashu (marinering og svínasíðan):

3.5 dl salt lítil soja sósa

3.5 dl mirin

1.2 dl Sake, japanskt hrísgrjónavín ( ef þú finnur það ekki, er hægt að nota þurrt Sherrý)

0.6 dl sykur

2 msk. dökkur púðursykur

5 cm biti af ferskum engifer í þunnum sneiðum

3 hvítlauksrif, marin

3 vorlaukar skornir í tvennt

1/2 kg. svínasíða, skorin í 5 cm sneiðar

Nitamago (marineruð egg):

5 stór egg, köld

6 dl af soðinu og marineringunni af svínasíðunni

Meðlæti:

500 gr. ramen núðlur

Shiitake sveppir, í þunnum sneiðum

Svínasíðan, í þunnum sneiðum

Vorlaukur, í þunnum sneiðum

Nori blöð, í þunnum ræmum

Marineruð egg, skorin í tvennt eftir endilöngu

La-yu, japönsk chili olía

Fyrst þú ert að skoða þessa uppskrift ertu örugglega jafn hrifin af ramen súpu og ég, allavega forvitin. Þessi klikkar ekki, hún gæti virst flókin en er að ekki, maður þarf bara að vera skipulagður og gefa sér tíma, því öll fyrirhöfnin er í undirbúningnum, en sumt má gera daginn áður eða jafnvel nokkrum dögum áður. Þegar kemur að því að borða þá þarf bara að sjóða núðlurnar, hita og upp og skera niður smávegis, svo er allt klárt. Það er ekkert í súpunni sem er ekki hægt að kaupa í flestum stærri búðum. Hrikalega góð og hlýjar þér inn að beini, sérstaklega La-yu japanska chili olían, ekki sleppa því að búa hana til , hún er geggjuð og það er hægt að nota restina af henni í svo margt. Endilega prófaðu :-)

Svona geri ég:

Dashi (soðið): Kjúklingasoðið er hitað að suðu, í meðalstórum potti. Tekið af hitanum og látið kólna aðeins, þá er sveppunum, sölum og þarablöðunum bætt út í og látið standa í soðinu í 15 mín. Soðið er síað og sveppirnir og þarinn er geymdur þar til á að bera súpuna fram. Má gera nokkrum dögum fyrr og geyma í ísskáp.

Tare og chashu (marinering og svínasíða): Allt hráefnið, nema svínasíðan, er sett í pott og suðan látin koma rólega upp og látið malla rólega. Á meðan er svínasíðan sett í annan pott með 6 bollum af vatni og suðan er látin koma róleg upp á henni. Hellt í sigti og vatninu hent og síðan þerruð. Hún er síðan sett í pottinn með kryddmarineringunni, suðan látin koma upp á lágum hita og látið malla í 1 1/2 klst. Slökkt undir pottinum og hún látin standa í honum í ca. 20 mín., hellt í sigti, en soðið geymt. Svínasíðan er skorin í sneiðar þegar á að fara að bera súpuna fram og ef þú átt logsuðutæki er upplagt að rista sneiðarnar aðeins með því, það gefur fallega áferð og er mjög gott.

Nitamago (marineruð egg): Í meðalstórum potti er suðan látin koma upp á 6 bollum af vatni. Gat er stungið í botninn á hverju eggi með mjórri nál. Eggin er sett mjög varlega í sjóðandi vatnið og hitinn undir pottinum lækkaður, svo það malli rólega í pottinum. Látin sjóða í 6 mín., þá eru vatninu hellt af eggjunum. Þau er látin undir kalda bunu af vatni, eða í ísbað, til að kæla þau í um 5 mín. Skurnin á eggjunum er brotin allan hringinn og þeim aftur stungið í kalda vatnið í aðrar 10 mín., síðan eru þau skræld varlega. Eggin eru sett í skál og leginum sem kjötið var soðið í hellt yfir eggin, þarinn og sölin sem voru í leginum eru notuð til að fergja eggin, svo þau fari á kaf í löginn. Látin marinerast í leginum í 4- 12 tíma. Ekki henda leginum, ég hita hann upp og hver og einn getur sett smávegis af honum í sína skál, ef hann vill.

Þegar á að bera fram: Sveppirnir eru skorni í þunnar sneiðar ásamt vorlauknum og nori blöðunum er rúllað upp og síðan skorin í þunnar ræmur og öllu síðan raðar fallega á disk. Eggin eru skorin langsum í tvennt. Núðlurnar eru soðnar skv. leiðb. á pakka, síðan er vatninu hellt af þeim og þeim haldið heitum. Soðið er hitað á meðan og haldið heitu. Allt sett á borðið, síðan setur hver og einn saman sinn ramen disk, toppaðan með La-yu chili olíu.

Verði þér að góðu :-)

Dashi

Tare og chashu

Nitamago

Á borðið

狂乱 🍜🤍