Trönuberja- og peru chutney

Það sem til þarf er:

Ca. 1 stór krukka

2 stórar meðal þroskaðar perur

1/3 bolli þurrkuð trönuber

2 msk. púðursykur

1 msk. eplaedik

2 tsk. rifið fersk engiferrót

1/8 tsk. salt

1/8 tsk. allrahanda krydd

Í fyrsta lagi svooo fallegt á borði, en líka rosaleg gott. Frábært með jólasteikinni, hvort sem það eru rjúpur eða önnur villibráð. Ég mundi jafnvel nota það með hamborgarhryggnum eða góðu paté. Prófaðu endilega :-)

Svona geri ég:

Perurnar eru skrældar, kjarnhreinsaðar og gróft skornar. Perum, trönuberjum, púðursykri, ediki, salti og kryddi er blandað saman í meðalstóran potti með loki og suðan látið koma upp við háan hita. Hitinn er lækkaður og látið malla undir loki í um 10 mín. Lokið er tekið af pottinum og látið sjóða á aðeins hærri hita þar til maukið þykknar í 3-4 mín. Sett í lokaða krukku og kælt í ísskáp. Hægt að búa til sólarhring áður.

Verði þér að góðu :-)

Dýrðlegt 💞