Þurrkuð epli

Það sem til þarf er:

Epli, rauð,græn og gul

Sítróna

Þurrkaðar eplasneiðar eru mjög fallegar til að skreyta eftirrétti með, sérstaklega eplakökur eða mat með eplum. Það má jafnvel nota þær sem skraut á hátíðarborðið. Það er mjög auðvelt að búa þær til, endilega prófaðu :-)

Svona geri ég:

Stór skál með köldu vatni, sem búið er að kreista safann úr 1/2 sítrónu út í. Eplin eru skorin í þunnar sneiðar á mandólíni og settar strax í sítrónuvatnið, svo þær dökkni ekki. Ofninn er hitaður í 100°C og 2-3 ofnplötur eru gerðar klára með bökunarpappír á. Epla sneiðarnar eru teknar upp úr vatninu og lagðar í einu lagi á eldhúspappír og þurrkaðar mjög vel. Síðan er þeim raðað í einföldu lagi á ofnplöturnar og stungið i ofninn. Eplasneiðarnar eru látnar vera í ofninum í 1 1/2 - 2 tíma og snúið eftir rúman 1 tíma, það er líka gott að rótera plötunum í ofninum, svo sú sem var neðst í ofninum fari efst. Þegar sneiðarnar eru tilbúnar og orðnar vel þurrar, eru þær látnar kólna alveg á plötunum, síðan eru þær settar í glerkrukku, með góðu loki og geymdar þar til þú þarft að nota þær.

Verði þér að góðu :-)

Fallegt 🍎🍏