Steikarsósa með skorpu/purusteik

Það sem til þarf er:

300 gr. afskurður af svínakjöti, í bitum

2 msk. smjör

1 steinseljurót, í bitum

1 stórt rautt epli, í bitum

1 stór laukur, gróft skorinn

2 negulnagar

1 lárviðarauf

1 L vatn

Kjúklingasoð (frá Fond)

1 tsk. Dijon sinnep

Sjávarsalt og nýmalaður svatur pipar

Rjómi

Sósujafnari

Sósulitur

Soð af steikarpönnunni

Kraftmikil steikarsósa, er punkturinn yfir i-ið, þegar maður er að gæða sér á purusteikinni á hátíðsdögum. Grunnurinn af þessari sósu kom til mín fyrir löngu síðan, í gegnum samstarfskonu mömmu. Og eins og gengur og gerist með mat sem maður gerir oft í áranna rás, þá setur maður stitt snið á réttinn, svoleiðis er með þessa sósu. Þegar ég gerði hana um daginn, ákvað ég að skrifa niður hjá mér hvað ég gerði svo ég gæti deilt henni með ykkur, af því hún er æði. Prófaðu endilega!

Svona geri ég:

Kjötið, laukurinn, steinseljurótin og eplið eru steikt í stórum potti þar til kjötið er farið að brúnast, þá er negulnöglum og lárviðarlaufi bætt útí pottinn ásamt smáslurk af kjúklingasoði, salti og pipar. Látið malla í 20 mín., þá er sinnepi bætt útí og soðið smakkað til, með salti pipar og sinnepi. Soðið er sígtað, sett í pott og rjóma bætt útí eftir smekk og jafnað með sósujafnara og sósulit eftir smekk. Ég set ekkert magn, af því mér finnst svo mikið smekksatriði hvað maður vill hafa sósuna kremaða og þykka. Að lokum er sósan smökkuð til með soði af steikrpönnunni.

Verði þér að góðu :-)

Geggjuð 🤗