Tartalettur Elísabetar

Það sem til þarf er:

F. ca. 4

1 pakki tartalettur

1 box sveppasmurostur

1 lítið box hreinn rjómaostur

Majones

Sætt sinnep

Skinka, eða afgangur af hamborgarhrygg

Aspas í dós, safinn látinn renna af, geymdur

Sveppir i dós, safinn látinn renna af, geymdur

Ég man þegar ég smakkaði þessar tartalettur hjá Elísabetu frænku Guðjóns fyrir löngu síðan, þær voru æði. Ég plataði hana auðvitað til að gefa mér uppskriftina af þeim. Kannski eiga allir þessa uppskrift, ef ekki og hún hefur farið fram hjá þér í öll þessi ár, þá skaltu geyma hana og prófa við fyrsta tækifæri, þær hverfa alltaf af borðinu. Hún er ekki nákvæm, svo maður aðlagar hana að vild. Það er frábært að nota afganga af reyktu svínakjöti eða hamborgarhrygg.

Svona gerir þú:

Tartaletturnar eru hitaðar í ofni skv. leiðb. ápakka. Ostarnir eru bræddir í potti og þynntir með smávegis af majonesi og sætu sinnepi. Skinkan er skorin í bita, sett útí maukið ásamt aspas og sveppum. Smakkað til og þynnt hugsanlega með safa úr dósunum eða meira af majó og sinnepi.

Verði þér að góðu :-)

Hverfur af borðinu..... namm!!