Burrata salat með rauðrófum og fersku timían

Það sem til þarf er:

F. 2

1 Burrata ostur, skorin í tvennt

2 soðnar rauðrófur, skornar i meðal stóra bita (fást tilbúnar vacum pakkaðar) 

2 vorlaukar, skáskornir í sneiðar

2 lúkur af blönduðu salati

50 gr. af ristuðum furuhnetum

Nokkrar greinar af fersku timían, þvegnar og skornar fínt

Sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar

Extra virgin ólívu olía

Balsamic edik

Namm.... þetta er eitt af mínum uppáhalda salötum.  Það er mjög einfalt bragðmikið og gott fyrir mann, endilega prófaðu :-)

Svona geri ég:

Salatinu er skipt á milli djúpra diska og rauðrófunum dreift yfir það.  Osturinn er skorinn í tvennt og hann settur með skurðinn upp á smjörpappír og honum stungið undir grillið og hann grillaður, þar til hann byrjar að bráðna aðeins.  Þá er hann tekinn undan grillinu og settur ofan á rauðrófurnar.  Olíu og ediki er drussað yfir allt, síðan er furuhnetunum og  vorlauknum dreift yfir, saltað og piprað.  Ef þú vilt, má bera gott súrdeigsbrauð og smjör fram með salatinu.

Verði þér að góðu :-)

Dásamlegt og hollt 🍃💜