Blómkálssalat með feta, möndlum og ólívum

Það sem til þarf er:

F. 4

1 meðalstór haus af blómkáli

3 msk. ólífuolía

Sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar

Rauðar chiliflögur, eftir smekk

1/4 bolli möndlur, ristaðar og grófsaxaðar

1/3 boli feta úr kubbi, mulinn

1/2 bolli grænar ólívur, saxaðar

2 msk. söxuð steinselja

Safinn úr 1/2 sítrónu

Það er alltaf gaman að prófa nýtt meðlæti. Þetta blómkálssalat er frábært hvort sem það er borið á borð volgt eða kalt. Það passa fyrir flesta, hvort sem þú ert á ketó, lágkolvetna eða ef þú ert vegan, skiptir þú feta ostinum út fyrir það sem þú vilt, eða sleppir honum. Salatið er bragðmikið, ólívurnar og sítrónan skerpir það og saltur fetann er frábær með steiktu blómkálinu. Endilega að prófa ;-)

Svona geri ég:

Ofninn er hitaður í 220°C. Blómkálið er þvegið vel og brotið í lítil "blóm" í stóra skál og velt upp úr olíunni. Kryddað með salti, pipar og rauðum chiliflögum. Dreift jafnt yfir ofnskúffuna og bakað í ofninum þar til það er ristað og farið að taka á sig góðan lit. Ágætt að velta því einu sinni um ofnskúffuna á steikingar tímanum. Möndlurnar eru steiktar í nokkrar mínútur á þurri pönnu, passa að þær brenni ekki, síðan saxaðar. Þegar kálið er steikt, er það sett í stóra skál ásamt, feta ostinum, ólívunum og 1 msk. af steinseljunni og blandað vel saman. Restin af möndlunum og steinseljunni er dreift yfir og safinn úr 1/2 sítrónu kreistur yfir salatið. Frábært hvort sem er volgt eða kalt.

Verði þér að góðu :-)

Jumm 🫶🏻