Chilli&sítrónu fettucchine

Það sem til þarf er:

F. 4

20 risarækjur

400 gr. fettucchine

Tæplega dl af extra virgine ólífu olíu

1 lítið þurrkað chili, mulið fínt

4 hvítlauksrif, marin

2 sítrónur, börkurinn fín rifinn og safinn af 1

1 lúka af grófsaxaðri steinselju

Gróft sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar

Dásamlegur pastréttur sem ilmar og bragðast eins og þú sért komin til Ítalíu. Tekur ekki nokkra stund að búa til, sérstaklega ef þú notar ferskt pasta, sem ég mæli með að þú gerir.

Svona geri ég:

Suðan er látin koma upp á söltu vatni í stórum potti of pastað soðið skv. leiðb. á pakka. Stór panna er hituð á frekar háum hita með smá hluta af olíunni og rækjurnar steiktar á báðum hliðum á pönnunni, í einföldu lagi svo þær brúnist aðeins og séu orðnar næstum bleikar í gegn. Þá er restnni af olíunni bætt útá pönnuna ásamt chilli, hvítlauk, sitrónuberki og safa og pannan hrist svo rækjurnar þekist með olíu og kryddi, tekið af hitanum og smakkað til. Pastað er síað, en geymdu aðeins af soðvatninu. Pastað er sett á pönnuna og hitað í gegn og rækjunum hellt yfir pastað, ogsteinselju dreyft yfir. Borið á borð með svörtum pipar í myllu og góðu stykki af parmesan, svo hver og einn geti fengið sér. Kalt hvítvín er voða gott með.

Verði þér að góðu :-)

Pasta di gamberetti ;-)