Heit bacon/osta ídýfa

Það sem til þarf er:

F. 12+, sem nart með heimagerðu Toast

2/3 bolli majones

1/3 Philadelphia rjómaostur með graslauk og kryddjurtum

1 msk. gróft sterkt sinnep

1/4 tsk. hvítlauksduft

Nýmalaður svartur pipar

300 gr. fín saxaður laukur

3 bollar rifinn ostur, blanda af Tindi og Ísbúa er frábær

8 sneiðar af steiktu baconi, saxað

1/2 bolli gróf saxaðar möndlur með hýði.  Geyma smávegis til að skreyta með

1/3 bolli þurrkuð trönuber, gróf söxuð.  Geyma smávegis til að skreyta með

Meðlæti:

Heimagert Toast, eða snittubrauð í sneiðum

Hvað get ég sagt..... besta, besta af öllu!!  Ef þér finnst Eðla góð, þá verður þú að prófa þessa, hún er trufluð.  Löðarndi í osti, baconi, trönuberjum og möndlum sem gefa henni svolítið sæta dýpt og kröns.  Þessi er möst, túðu mér, hún hverfur af borðinu eins og skot :-)

Svona gerði ég:

Baconið er steikt í ofni á 180 °C í ca. 15-18 mín. þar til það er krönsý, en ekki of dökkt.  Ofninn er hitaður í 160°C.  Öllu hráefninu er blandað saman í stóra skál, síðan er því smurt í eldfast fat.  Möndlurnar og trönuberin sem voru geymd voru, eru sett ofaná til skrauts. Fatinu er stungið í ofninn og bakað í 25-30 mín., þar til dýfan er gyllt og farin að búbbla í köntunum og gegnheit. Borin strax á borð með heimagerðu Toast, sem mér finnst það allra best.  

Verði þér að góðu :-)

Crazy 🙃