Steikt Panettone með appelsínu valhnetum og mascarpone

Það sem til þarf er:

F. 2

2 egg

 1.5 dl mjólk

2 þykkar sneiðar af Panettone, sem hefur verið skorið lárétt í tvennt

Meðlæti:

Hrærður Mascarpone

Hlynsíróp

Ristaðar valhnetur, gróft saxaðar

 Fín rifinn appelsínu börkur

Við erum mörg sem ekki klárum Panetton-eið sem við keyptum yfir jólin.  Það er alltaf vesen að finna hvað er hægt að gera við svona afganga, því ekki vill maður henda neinu.  Þú  þarft ekki hafa neinar áhyggjur, hér kemur uppskrift eins og riddari á hvítum gæðingi til að bjarga mér og þér.  Prófaðu endilega hún er geggjuð :-)

Svona geri ég:

Valhneturnar eru ristaðar á þurri pönnu og síðan skornar í grófa bita.  Panettone-ið er skorið lárétt í tvennt og síðan í þykkar sneiðar og svo þríhyrninga.  Eggin eru þeytt með mjólkinni í rúmgóðu fati.  Sneiðarnar eru lagðar í vökvann og látnar blotna vel, síðan er þeim snúið og látnar drekka í sig allan vökvann.  Smjörið er brætt á rúmgóðri pönnu og sneiðarnar eru steikar í nokkrar mínútur á hvorri hið, þar til smjörið fer að freyða á jöðrum sneiðanna og þær eru gylltar báðum megin.  Teknar af pönnunni og settar á disk, valhnetum og appelsínuberki er dreift yfir og það má líka setja blöndu af því saman, í skál á boðrið, með hrærðum Mascarpone og hlynsírópi.  Jummó!!

Verði þér að góðu :-)

Jummmmóó... 🍞🍊