Hlaðin PB& shriracha sneið

Það sem til þarf er:

F. 1

1 súrdeigsbrauðsneið, eða annað gott brauð

2 msk. hnetusmjör

1 msk. salthnetur, saxaðar

1 tsk. hunang

Söxuð kóríander lauf

Shriracha sósa, eftir smekk

Lime bátur

Þetta er sko hlaðin orkubomba! Ef þú ert að æfa, fara í fjallgöngu eða að hjóla langa dagleið, þá er þetta morgunmaturinn sem þú ert að leyta að, ekki spurning. Svo er þetta óvenjuleg en ótrúlega góða samsetning. Sæt, súr, mjúk, sterk og sölt..... prófaðu endilega!

Svona geri ég:

Baruðsneiðinni er stungið í ristina og hún ristuð eins og smekkurinn segir til um. Hnetusmjörinu er smurt á sneiðina, hunanginu, hnetunum og kóríanderlaufi drussað yfir. Svo seturðu eins mikið af shrirachasósu ofaná og þú treystir þér til að höndla (hún er sterk) og kreistir svo limebátinn yfir allt saman og bítur í yummmí....! Þessi á eftir að standa vel með þér þegar þú ferð út að leika þér, enjoy!!!

Verði þér að góðu :-)

HLAÐIN .....!