Galette Compléte

Það sem til þarf er:

F. 4

Í pönnukökurnar:

1/2 tsk. grænmetisolía, til að steika upp úr

100 gr. bókhveiti (buckwheat flour), fæst í heilsuverslunum og Hagkaupum í Kringunni

1/2 tsk. salt 

470 ml. mjólk

3 stór egg

4 msk. smjör brætt og kælt + meira til að smyrja jaðrana á kökunum með í lokin

Í fyllinguna:

4 sneiðar af góðri skinku

80 gr. sterkum Gouda, rifinn

80 gr. Tindur, rifinn

4 stór egg

4 tsk. fínsaxaður graslaukur

Sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar

Við vitum öll að crépes eru franskar pönnukökur sem eru bornar fram með ýmsum sætum fyllingum, galette er bretónska útgáfan af henni.  Hún er búin til úr bókhveiti, er matarmeiri og yfirleitt borðuð sem morgunverður.  Hún er fyllt með Emmental osti, reyktri skinku og eggi og hefur verið að gleðja maga Bretóna frá fjórtándu öld.   Ef þú hefur ekki prófað að búa hana til, mæli ég með því að þú veitir þér þá ánægju.  Ef þú ert eins og ég... svolítill klaufi við að búa til pönnukökur, ekki láta það halda aftur af þér, það er auðvelt að búa ær til og steikja.  Svo er ekkert mál að frysta þær ef þú vilt gera þær í góðan tíma, þá er bara að láta þær þiðna innpakkaðar í ísskánum yfir nótt, áður en á að nota þær.  Það er líka hægt að geyma þær á vel plöstuðum diski, yfir nótt á eldhúsborðinu.  Go for it!!

Svona gerið ég:

Pönnukökur:  Smjörið er brætt og látið kólna.  Bókhveiti, hveiti og salt er  blandað saman í meðalstóra skál.  Í annarri skál er mjólk og egg þeytt saman.  Helmingnum af eggjamjólkinni er blandað vel saman við þurrefnin, þá er kælda smjörinu hrært vel út í blönduna og í lokin er restinni af eggjamjólkinni hrært út í, þar til degið er samfellt og kekkjalaust.  Þú þarft stóra pönnu ca. 28-30 cm til að steikja pönnukökurnar á, ekki þessar venjulegu íslensku, þær eru of litlar.  Þunnu lagi af olíu er smurt á botninn á pönnunni og upp með hliðunum og pannan hituð í rúmlegan meðal hita, eða þar til smá prufa af deiginu steikist á ca. 20 sek.  Þegar pannan er tilbúin eru kökurnar bakaðar á báðum hliðum og þeim svo staflað á disk þar til allt deigið er búið, þú fært ca. 8-9 kökur úr deiginu.  Afganginn má frysta.

Fyllingin:  Ofninn er hitaður í 230°C.  Bökunarpappír er settur á bökunarplötu og hann smurður.  4 pönnukökur, blettótta hliðin niður, eru lagðar á plötuna, ekki hafa áhyggjur af því þó þær lafi út af, það skýrist.  1 sneið af skinku er lögð í miðjuna á hverri köku, síðan er osturinn settur ofan á skinkuna og honum jafnað út.  Dæld er mótuð í miðjuna á ostinum og egg er brotið ofan í hana.  Hliðarnar á pönnukökunum eru brotnar upp að egginu og þrýst létt á til að þær falli niður, hliðarnar eru smurðar með bræddu smjöri, plötunni er stungið i ofninn og bakaðar þar til eggjahvíturnar eru bakaðar og stinnar og hvítglær himna er komin á rauðurnar, um 8-10 mín. Passað að ofbaka ekki pönnukökurnar ekki svo rauðan bakist ekki, það er skárra að hafa þær aðeins undir bakaðar.  Tekið úr ofninum, sett á diska og graslauknum dreift yfir.  Borið sjóðheitt á borðið með góðum kaffibolla og ferskum ávaxtasafa, góðan daginn!!

Verði þér að góðu :-)

Fantastique 😊