Bacon- og eggjabollar með hvítlauk, parmesan og grænkáli

Það sem til þarf er:

6 stk.

12 sneiðar bacon

6 sneiðar samlokubrauð, skorpan skorin af

1 msk. ólífu olía

1-2 lítil hvítlauksrif, marin

2 bollar fínsaxa grænkál, grófu stilkarnir skornir af

1-2 msk. fín rifinn Parmesan ostur

Sjávarsalt og svartur nýmalaður pipar

Saxaður ferskur vorlaukur

Við elskum góðan morgunmat, hér á mínum bæ. Ég hef ekki notað grænkál mikið, en það sannarlega nýtur sín í þessari samsetningu. Þessir bollar eru einfaldir og dásamlega bragðgóðir, hvor sem þú notarþ þá sem morgunverð eða setur þá með fleiru goðgæti á brunchborðið. Nú er bara að prófa :)

Svona geri ég:

Ofninn er hitaðr í 200°C. Bökunarpappír er settur á pötu og baconinu raðað á pappírinn, bakað þar til það er steikt og nánast stökkt í 8-10 mín., ca. Tekið af plötunni og sett á eldhúsrúllublað, til að þerra mestu fituna af því. Múffuform fyrir 6 múffur er smurt að innan með olíu. Brauðsneiðunuum er stungið þétt ofaní formið og því síðan stungið í ofninn í 5-6 mín. Ólífu olían er hituð á pönn og hvítlaukurinn látinn malla í 1-2 mín., eða þar til hann lilmar. Þá er kálinu bætt á pönnuna þar til það fer að "visna" c.a. 2-3 mín. Parmesanostinum er bætt út í kálið, og sett til hliðar. Hitinn á ofninum er ækkaður í 180°C. Tvær bacon sneiðar eru lagar ofan í brauðbollann og kálblöndunni jafnað á milli þeirra. Eitt egg er brotið ofan í hvern bolla, saltað yfir og piprað. Stungð í ofninn og bakað í 15-18 mín., eftir þvi hvað þú vilt hafa eggin mikið elduð. Bollarnir eru tekir úr forminu og raðað á fat og söxuðum vorlauk er dreyft yfir.

Verði þér að góðu :-)

Sjúlega gott 🥓🥚🤗