Pipraðar síróps gulrætur

Það sem til þarf er:

F. 4

600 gr. miðlungs stórar gulrætur

12 sneiðar þunnt skorið bacon

1 msk. svatrur pipar

50 gr. hlynsíróp

1 msk. púruðsykur

1 msk. Shriracha sósa

Steinselja, söxuð

Jumm jumm:-) Gott meðlæti er gull ígildi. Hér er ein enn útgáfan af góðum gulrótum sem eru í sjálfu sér alltaf góðar. Endilega prófaðu :-)

Svona geri ég:

Ofninn er hitaður í 210°C. Bökunarplata er gerð klár með bökunarpappír. Gulræturnar eru skrældar. Hlynsíróp, púðursykur, Shriracha sósu og pipar er blandað saman í lítilli skál. Baconinu er vafið utan um gulræturnar og bacon endarnir látnir snúa niður. Þær eru lagðar á bökunarplötuna og plötunni stungið í ofninn og bakað í 25 mín. Sírópinu er smurt yfir gulræturnar og steikt áfram í 20-25 mín., eða þangað til þær eru meyrar og baconið er orðið stökkt. Tekið úr ofninum og restinni af sírópinu er smurt yfir gulræturnar. Saxaðri steinselju er dreift yfir gulræturnar og borið á borð.

Verði þér að góðu :-)

Má ég fá eina 🤗🥕