Ofnsteikt bómkál

Það sem til þarf er:

F. 2

Ca. 350 gr. blómkálshaus

1 msk. olívu olía

Sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar

50 gr. fín rifinn Parmesan ostur

Einfalt og svo gott, hvort sem blómkálið er haft með steik eða einhverju öðru sem þig langar í. Svo má líka hafa það í huga að rétturinn er mjög góður einn og sér, eða með grænu salati sem er dressað með góðri ólívu olíu og balsamic ediki.

Svona geri ég:

Ofninn e hitaður í 200°C. Hausinn er þveginn og þerraður vel. Síðan er hann skorinn í miðlungs þykkar sneiðar og allir bitar sem detta af eru geymdir og hafðir með. Sneiðarnar eru settar á pappírsklædda ofnplötu, olía og salt og pipar er dreift yfir sneiðarnar og bitana, síðan er ostinum dreift yfir. Bakað í ofninum í 20-25 mín., þar til blómkálið er meyrt, stökkt og gyllt. Borið á borð sjóðandi heitt.

Verði þér að góðu :-)

Æði 🌹