Jarðskokka flögur

Það sem til þarf er:

4-5 jarðskokkar, skrældir og skornir í þunnar sneiðar á mandólíni

Olía til að steikja úr

Sjávarsalt

Mér finnst svo gott að hafa mismunandi áferð á meðlæti með mat, ekki síður en að hafa jafnvægi í bragðinu. Mér finnst geggjað að hafa eitthvað stökkt til að narta í með matnum. Jarðskokkar eru ekki mikið notaðir hér á landi, en eru samt alltaf að verða algengari. Það er svo einfalt að gera mjög góðar flögur úr þeim, til að setja punkinn yfir i-ið á hátíðamatnum.

Svona geri ég:

Dagblað með eldhúspappír á, er gert klárt á borðinu. Þumlungs lag af olíu er hitað í rúmgóðri þykkbotna pönnu. Þegar olían er orðin vel heit, eru jarðskokka flögurnar steiktar í nokkrum skömmtum, þar til þær byrja að taka lit. Þá eru þær teknar upp úr og settar á annan helminginn af pappírnum, þar til allar eru steiktar. Þá eru forsteiktu flögurnar steiktar aftur, í augnablik, þar til þær eru gylltar. Saltaðar eftir smekk. Þetta má gera nokkrum dögum áður og geyma í vel lokuðu boxi.

Verði þér að góðu :-)