Hasselback með lárviðarlaufi og hvítlauk

Það sem til þarf er:

f. 4

8 meðalstórar kartöflur

3-4 hvítlauksrif, skorin í þunnar sneiðar

3 lárvíarlauf

50 gr. smjör brætt

2-3 msk. brauðrasp (Panco)

Namm namm.....! Ég held að flestum þyki hasselback kartöflur frábærar með góðri steik. Það skemmtilega við þess útgáfu er að lárviðarlaufið og hvítlaukurinn gefur svo gott bragð í kartöflunar og brauðraspið smá kröns. Prófaðu endilega!

Svona geri ég:

Ofninn er hitaður í 200°C. Kartöflurnar eru þvegnar vel og burstaðar, undir vatnsbununni. Mér finnst gott að skera aðeins neðan af þeim svo þær standi kyrrar á borðinu. Skurið eru skornir með þéttu millibili ofan í þær með beittum hníf og passað að skera ekki í gegn. Hvítlauakssneiðum og lárviðarlaufi er raðað ofaní skurðina. Smjörið er brætt í potti og kartöflurnar eru penslaðar með því og brauðraspinu er dreyft yfir toppinn á kartöflunum. Settar á bökunarplötu með pappír á, eða í smurt eldfast fat og bakaðar í ca. 1 klst. eða þar til þær eru mjúkar og fullbakaðar. Bornar fram með uppáhalds steikinni þinni.

Verði þér að góðu :-)

Hver er steikin??