Aspas með hvítlauks/parmesan krönsi

Það sem til þarf er:

F. 4

1/2 kg. ferskur aspas

1 msk. ólívu olía

1 tsk. salt

1 tsk. nýmalaður svartur pipar

1 bolli Panco brauðmylsna

3 msk. smjör, brætt

1/4 bolli Parmesan ostur, fín rifinn 

1 sóló hvítlaukur, marinn

1/2 tsk. hvítlauksduft

Þetta er eitt fjölhæfasta og besta meðlæti sem hægt er að hugsa sér.  Þú getur notað það með grillmat, kjúklingi, fiski og bara hverju sem þér dettur í hug.  Það er hægt að búa það til fyrrum daginn og baka, þegar á að fara að borða.  Það er líka gott við stofuhita.  Endilega prófaðu :-)

Svona geri ég:

Ofninn er hitaður í 200 °C.  Aspasinn er snyrtur til.  Honum er síðan velt upp úr olíunni, salti og pipar.  Hann er lagður í einfalt lag, á smjörpappírsklædda ofnplötu.  Pass að stilkarnir liggi ekki alveg saman svo þeir soðni ekki. Panco raspinu, Parmesan ostinum, hvítlauksduftinu og hvítlauknum er blandað saman í miðlungsstóra skál.  Smjörið er brætt og því blandað út í rasp blönduna og blandað vel saman.  Raspinu er dreift jafnt yfir miðjuna á aspas stilkunum.  Svona getur þú geymt hann, með plasti yfir, þar til á að baka aspasinn.  Hann er bakaður  í 10-14 mín., þar til hann er mjúkur og raspið gyllt.  

Verði þér að góðu :-)

Æði 🧀🌿