Sólskins bollan '22

Það sem til þarf er:

Í fyllinguna:

Rjómi

Lemon curd frá Stonewall

Mangó og Passion fruit sulta frá St. Dalfour

Skraut, ef þú vilt:

Gult Candy Floss

Bolludagurinn mættur eina ferðina enn, jibbbbí..... Ég er í svo mikilli sólarþörf, eftir allar stormviðvaranirnar og leiðindin í verðinu undanfarið, að ég skellti í bollu fyllta með gulri sólskinssprengju. Það er svo sem ekki langt frá mínum smekk þar sem ég er mjög hrifin af öllu með sítrónu í, að ég tali nú ekki um mangó og passion fruit, smá ástríða skemmir aldrei fyrir. Það er varla hægt að kalla þetta uppskrift, allavega samsetningu, en endilega skelltu þér á eins sólarbombu og njóttu í botn.

Svona geri ég:

Bollurnar eru bakaðar skv. uppskriftinni að ofan. rjóminn er þeyttur og lemon curd blandað útí eins mikið og þér finnst gott. Bollan er klofin í tvennt og botninn smurður með mangó/passionfruit sultunni, toppað með rjóma og lokið sett á bolluna. Það er svolítið skemmtilegt að brenna Candy floss ofan á bollulokið, en það er alveg óþarfi, nóg að drussa flórsykur ofan á. Svo er bara að njóta.

Verði þér að góðu :-)

You are my sunshine..... 💝☀️