Toblerone- og macadamíu kökur

Það sem til þarf er:

18-20 stk.

1 1/2 bolli hveiti

1 bolli haframjöl

1/2 tsk. salt

1/2 matarsódi

250 gr. Toblerone, gróft saxað

1 bolli létt ristaðar macadamíu hnetur, gróft saxaðar

3/4 bolli brætt smjör

1 bolli púðursykur

1/4 bolli sykur

2 stórt egg

1 tsk. vanilludropar

Eins góðar smákökur og hægt er að hugsa sér, enda varla annað hægt, með þessum dásamlegu hráefnum. Hvað er betra en Toblerone og macadamíur, sem eru svo flauelsmjúk og dásamlegar. Ef þú vilt hafa aðrar hnetur í kökunum, er auðvelt að skipta þeim út. Þessar hvera úr kökuboxinu, eins og hendi sé veifað. Endilega prófaðu :-)

Svona geri ég:

Ofninn er hitaður í 180°C. Tvær ofnplötur eru gerðar klárar með bökunarpappír. Hveiti, haframjöl, salt, matarsódi, Toblerone og macadamíum er blandað saman í stóra skál og sett til hliðar. Smjör, púðursykur og sykur, er hrært saman í annarri skál, síðan er egginu og vanilludropunum þeytt saman við. Blöndunni er hellt yfir þurrefnin og öllu síðan blandað vel saman. 1 msk. af deigi er sett með ca. 5 cm bili á bökunarplötu, ekki hafa of lítið bil á milli þeirra, síðan er þrýst létt ofan á þær. Bakaðar í 12-15 mín., þar til kökurnar eru ljós gylltar og ysti kanturinn byrjaður að verða stökkur, en eru enn mjúkar í miðjunni. Teknar af plötunni og settar á grind til að kólna.

Verði þér að góðu :-)

Nammmmmmmmmi 😘