Hnetublóm

 Það sem til þarf er:

180 gr. hveiti

110 gr. ósalt smjör, stofuheitt

190 gr. hnetusmjör (ekki lífrænt)

100 gr. sykur + meira til að velta deigkúlunum upp úr

100 gr. púðursykur

1 tsk. vanilla

1 egg, stórt

3/4 tsk. lyftiduft

36 Hreshey's kossar, pappírinn tekinn utan af kossunum

Kökurnar eru fyrir okkur sem erum hrifin af hnetum, súkkulaði og mjúkum sætum kökum, er það einhver þarna úti sem er ekki hrifinn af þessari samsetningu?  Dásamlega einfaldar, gómsætar í munni og fallegar á borði.  Um að gera að prófa einn skammt, þá verður ekki aftur snúið.

Svona geri ég:

Ofninn er hitaður í  190°C.  Hveitið og lyftiduft er sigtað saman í skál.  Smjör, hnetusmjör og báðar gerðir  af sykri eru þeytt létt og ljóst í hrærivél, með deigspaðanum á hrærivélinni.  Eggi og vanillu er blandað út í, síðan er hveitinubætt útí.  Þegar deigið er tilbúið er það sett í ísskáp og kælt í 1 klst.  Deiginu er skipt í 36 jafnstóra bita og hver biti er síðan hnoðaður í kúlu í lófanum og hverri kúlu er rúllað upp úr sykri.  Það má leika sér með tegundir af sykri, ég prófaði venjulegan hvítan, ljósan púðursykur og grófan hrásykur. Mér fannst venjulegur hvítu bestur. Kúlurnar eru settar á pappírsklædda bökunarplötu og bakaðar í 7-8 mín., eða þar til þær eru rétt byrjaðar að bakast á botninum.  Þá er platan tekin út úr ofninum og MJÖG varlega, er einum súkkulaði kossi stungið ofan í hverja köku.  Ef þær springa of mikið, er þeim ýtt létt saman með fingrunum, en samt ekki alveg.  Plötunni er stungið í ofninn aftur og bakað áfram í 3 mín.  Teknar úr ofninum og leyft að kólna töluvert, áður en þú nýtur þess að borða þær, eða lætur þær kólna alveg á grind.  Geymast vel í lokuðu boxi.

Verði þér að góðu :-)

Ommnomm 🤗