Sesselja

Það sem til þarf er:

f. 6-8

250 gr. suðusúkkulaði

180 gr. smjör

4 tsk. Neskaffi, leyst upp í ca 2 mak. af sterku kaffi

2 dl sykur

4 egg

1 1/2 tsk. lyftiduft

1/2 dl hveiti

Krem:

2 stk. Pipp með karamellu

1/2 dl rjómi

25 gr. smjör

Það er frábær kona hér í Mosó sem, heitir Sesselja.  hún setti þessa kökuuppskrift á netið um daginn.  Ég heillaðist þegar ég sá uppskriftina, og hafði samband við hana og fékk leyfi hjá henni til að deila uppskriftinni með ykku kæru fb vinir. Kakan er frábær viðbót í vopnabúrið, er algert sælgæti, og svoooo auðveld.  Mér fannst kremið svo gott að ég þakka fyrir að eitthvað fór á kökuna.

Svona bakar Sesselja kökuna:

Allt sem þarf í kökuna er sett í pott og hitað varlega á meðan þú hrærir í, svo allt verði slétt og fallegt.  Kökuform er smurt að innan og deiginu hellt í. Bakað við 200°C í 30 mín., ekki hægt að hafa það einfaldara.  Kremið er síðan gert á svipaðan hátt, allt sett í pott og látið bráðna saman.  Kremið er síðan kælt lítillega og siðan helli yfir kökuna þegar hún er hæfilega köld.  Þeyttur rjómi, ís, ber eða ekkert, því hún þaft svo sem ekkert aukalega með, er svo þitt val.

Verði þér að góðu :-)

Þú stenst Sesselju ekki 😀