Spari brownie

Það sem til þarf er:

F. 4-6

1 pakki Betty Crocker, Chpcolate Fudge Bronie mix

80 gr smjör, brætt

2 egg

0.7 d vatn

Ganach:

90 gr. suðusúkkulaði

65 gr. rjómasukkulaði

1 dl rjómi

Ofan á:

2 Three Muscateer súkkulaði, eða Milky Way, má vera Mars e f þú færð hin ekki

1 lúka macadamíu hnetur, gróft saxaðar

Ávextir:

Sykur

1 box Physalis ber

Stundum er gott að fá hjálp frá Betty frænku, hún klikkar aldrei. Hérna hjálpaði hún við að búa til þessa dásamlega góðu og fallegu brownie. Þetta tók engan tíma og sló í gegn. Endilega prófaðu :-)

Svona geri ég:

Brownie: Ofninn er hitaður í 180°C, 20x20 cm form, er smurt að innan og pappírsklætt. Þurrefnið, ásamt eggjum, smjöri og vatni, er hrært með handþeytara eins og sagt er á pakkanum. Kakan er böku í um 25 mín. Tekin úr ofninum og látin kólna í forminu. Sett á disk sem er með smá köntum. Kakan er öll pikkuð með prjóni. Þegar ganach-ið er tilbúið, er því hellt heitu, varlega yfir kökuna, svo hún drekki það í sig. Súkkulaði stykkin eru skorin í meðal stóra bita og hneturnar gróf saxaðar. Síðan er því dreift yfir toppinn á kökunni.

Ganach: Súkkulaðið er brotið í skál. Rjóminn er hitaður að suðu og hellt yfir súkkulaðið, látið standa í nokkrar mínútur, síðan blandað vel saman.

Ávextir: Sykurinn er bræddur i potti þar til hann er fljótandi og gylltur á litinn. Pappírsörk er sett á bökunarplötu. Laufið á ávextinum er flett upp yfir berið og berinu stungið ofan í fljótandi sykurinn, láttu leka vel af því. Sett á pappírinn, til að storkna, síðan endur tekið með eins mörg ber og þú vilt hafa. Ef þú vilt og það er enn eftir sykur í pottinum, getur þú drussað honum yfir örkina með skeið til að fá út mynstur, sem þú getur skreytt kökuna með.

Verði þér að góðu :-)

Gómsæt og gordjöss 💞🍫