Sítrónu marengs pæ

Það sem til þarf er:

Bökuskelin:

120 gr. smjör

90 gr. flórsykur

1/2 tsk.salt

30 gr. möndlumöl

1 lítið egg

1/2 eggjarauða

230 gr. hveiti

Sítrónufyllingin:

2 sítrónur, safi og börkur

25 gr. sykur

25 gr. maismjöl

3 dl mjólk

3 eggjarauður, létt þeyttar

Marengs:

4 eggjahvítur

175 gr. sykur

Ég hef sagt það ofta en einu sinni hér, að ég er meira fyrir sítrónu í eftirréttum ogkökum enflest annað, jafnvel súkkulaði..., má segja það?  Hér er ein að mínum uppáhalds bökum, þó samband mitt við hana hafi ekki alltaf verið sem best.  En, það var áður en ég eignaðist logsuðutæki, til að brenna marengsinn.  Ég var að reyna að grilla hann í bakarofninum, sem var alveg glatað, allavega hjá mér.  En, þessai uppskrift og nýja  græjan gera þetta að minnsta máli :-)

Svona geri ég:

Það er best að hafa allt hráefni við stofuhita.  Öllu nema 2/3 af hveitinu er blandað saman í hrærvél og hrært saman, síðan er deiginu hellt á borðið og restinni af hveitinu, hnoðað saman við þar til deigið er slétt og samfellt.  Það er ágætt að fletja deigkúluna út með lófanum áður en henni er pakkað í plast og stungið í ísskáinn í 1 klst.  Ofninn er hitaður í 160°C.  Best er að fletja deigið út á milli tveggja smjörpappírs arka, þar til það er ca. 2 cm þykkt,  þá er það sett ofaní smurt lausbotna bökuform og kantarnir snyrtir.  Bakað í 10-15 mín., eða þar til það er gyllt, kælt í forminu.  Sítrónurnar eru þvegnar vel, börkurinn er raspaður af með fínu rifjjárni, og safinn kreistur úr þeim og sett í pott ásamt restinni af hráefninu, nema eggjarauðunum.  Hitað að suðu og hrært í stöðugt á meðan með písk.  Þá er eggjarauðunum bætt útí og þeytt duglega í á meðan þar til fyllingin þykknar, það gerist hratt.  Passa að hita ekki of lengi, svo eggin eldist ekki.   Fyllingunni er hellt í bökuskelina og henni síðan  stungið í ísskápinn, til að kólna alveg.  Ég set ekkert yfir hana á meðan hún kólnar  svo hún svitni ekki undir plastinu á meðan.  Þegar hún hefur kólnað, set ég plast yfir þar til ég klára hana og set marengsinn yfir.  Eggjahvíturnar eru þeyttar á meðan sykurinn er bræddur varleg í potti, þá er honum hellt útí hvíturnar og hraðinn aukinn á meðan.  Passa að þeyta hvíturnar ekki of mikið á meðan sykurinn er að bráðna.  Bakan er tekin úr ísskápnum og maregsnum dreyft yfir og látinn í toppa ofaná fyllinguna.   Marengsinn er brenndur með logsuðutæki þar til topparnir eru fallegir gylltir.  Skreytt með þvegnum rósablöðum og sítrónusneiðum.  Þegar bakan er borin á borð,  er allt í lagi að hafa skál með þeytum rjóma með á borðið.

Verði þér að góðu :-) 

Botninn

Fyllingin

Dásamleg 🍋🤗