Red velvet bollakökur

Það sem til þarf er:

20 stk.

2 1/2 bolli sigtað hveiti

1 tsk. lyftiduft

1 tsk. salt

2 msk. kakó

60 gr. rauður matarlitur (2 glös)

1/2 bolli ósalt smjör, mjúkt

1 1/2 bolli sykur

2 egg, stofuheit

1 tsk. vanilludropar

1 bolli AB mjólk, stofuheit

1 tsk. hvítvínsedik

1 tsk. matasódi

Rjómaosta krem:

250 gr. rjómaostur

125 gr. smjör

3 3/4 bolli flórsykur, sigtaður

1/2 tsk. vanilludropar

1/8 tsk. salt

Það er varla hægt að hugsa sér köku sem er fallegri á litinn, svo eru þær líka lungamjúkar og gómsætar.....

Svona bakar þú þær:

Ofninn er hitaður í 180°C. Möffin plata er gerð klár með pappírsbollum. Hveiti, salt og lyftiduft er sigtað saman í skál, og lagt til hliðar. Í lítilli skál er kakói og matarlit blandað saman í þykkt og kekkjalaust mauk. Smjör og sykur er hrært létt og ljóst í hrærivél, um 3 mín. Eggjunum er bætt við einu í einu og hrært vel í á milli, þá er vanillu og rauða kakómaukinu blandað saman við. Svo er þriðjungi af hveitinu hrært útí og alltaf er hrært vel í á milli, svo helming af AB mjólkinni, svo þriðjungi af hveiti, rest af AB mjólkinni og svo síðasta af hveitinu. Í lítilli skál er ediki og matarsóda blandað saman, ath. það freyðir, því er svo hrært útí deigið. Deiginu er svo dreift í möffin formin, þau eru fyllt ca. 2/3 -3/4, ég fékk úr þessu 20 bollakökur. Kökurnar eru bakaðar í 20 -22 mín. Það er ágætt að snúa möffin formunum þegar helmingur af bökunar-tímarnum er búinn og athuga svo hvort kökurmar eru tilbúnar með því að stinga prjóni í þær. Passa að ofbaka þær ekki.

Kremið: Smjör, rjómaostur og salt er hrært í hrærivél þar til það er létt og ljóst, þá er flórsykrinum bætt rólega við og að lokum vanillunni. Svo er hugmyndafluginu gefinn taumurinn laus og skeytt eins og þú vilt.

Verði þér að góðu :-)

Svooooo fallegar 🧁💖