Cinnabon snúðar

Það sem til þarf er:

9 stk.

Í deigið:

3/4 bollar volg mjólk

2 1/4 tsk. þurrger

1/4 bolli sykur

1 egg + 1 eggjarauða, við stofuhita

1/4 bollar smjör

3 bollar hveiti

3/4 tsk. salt

Í fillinguna:

2/3 bollar dökkur púðursykur

1 1/2 msk. kanill

1/4 bollar mjúkt smjör,

Í rjómaostakremið:

120 gr. sstofuheitur rjómaostur

3 msk. mjúkt smjör

3/4 bollar flórsykur

1/2 tsk. vanilludropar

Allir þurfa að eiga skothelda uppskrift af dúnmjúkum kanilsnúðum.. Ég fann þessa á Ambitious Kitchen og þeir eru alveg dásamlegir. Það var auðvelt að búa þá til og rjómaostakremið var algjört sælgæti, þeir hurfu af borðinu eins og skot. Dásamlegir á bröns borðið eða, til að dekra við fjölluna á helginni og bjóða upp á þá með sunnudagskaffinu.

Svona gerði ég:

Mjólkin er hituð rúmlega líkams heit. Mjólkin er sett í hrærivélaskál og gerinu hellt yfir. Sykri, eggi, eggjarauðu og bræddu smjöri er bætt úti og hrært vel saman. Hveiti og salti er síðan hrært út í með sleif, svo er krókurinn settur á hrærivélina og deigið hnoðað í 8 mín., á miðlungs hraða. Deigið á að vera vel formað og svolítið klístrað, ekki of mikið, ef það er mjög klístrað er 2 msk. af brauðhveiti hrært upp í deigið. Deigkúlan er sett i olíusmurða skál og plastfilma og viskustykki sett yfir hana og látið standa á borði í 1- 1 1/2 tíma, þar til deigið hefur tvöfaldast stærð. Rúllað út á hveitistráð borð og í 35x22 cm lengju. Mjúku smjöri er smurt yfir deigið, 1/2 cm kantur skilinn eftir á öðrum langa endanum. Púðursykur og kanill er hrærður saman í lítilli skál, síðan er sykurblöndunni dreift yfir deigið með höndunum, pressað aðeins ofan í deigið. Deiginu er rúllað þétt upp, frá stuttu hliðinni. skorið í sundur með lykkjuðum tannþræði (ef þú skerð með tannþræði þá klessast snúðarnir ekki saman í skurðinum) í 2.5 cm bita, samtals 9 stk. Raðað í smurt 23x23cm form, með bökunarpappír í botninum. Látnir hefast í 45 mín. með plasti og stykki yfir forminu. Ofninn er hitaður í 180 C, plastið er tekið af forminu og því stungið í ofninn og snúuðarnir bakaðir í 20-25 mín., þar til þeir eru gylltir og aðeins brúnaðir á köntunum, passa að ofbaka þá samt ekki, svo þeir þorni ekki inn í. Teknir úr ofninum og leyft að kólna dálítið, síððan er kreminu smurt ofan á.

Kremið: Rjómaosturinn, flórsykurinn, smjör og vanilla er sett í hrærivélaskál og þeytt þar til kremið er létt og loftmikið.

P.s.: Ef þú ætlar að baka snúðana daginn eftir, eða að morgni, er hægt að klára allt, þangað til þeir eru komnir í formið. Þá er forminu stungið í ísskápinn með plasti yfir og látnir bíða yfir nótt. Teknir út 30-45 mín. áður en þú bakarþá, til að leyfa þeim að hefast í seinna sinnið, svo eru þeir bakaðir eins og uppskrifin segir til um. Kremið er hægt að gera daginn áður.

Verði þér að góðu :-)

Dúnmjúkir 🤗