Plómusnittur

Það sem til þarf er:

F. 4

2 plötur af smjördeigi

Ca. 4 fjólubláar plómur

4 msk. sykur

1/2 tsk. kanill

3 msk. brætt smjör

Meðlæti:

Þeyttur rjómi eða góður ís

Þú ert í góðum málum ef þú átt nokkrar plötur af smjördeigi í frystinum.  Þú ert enga stund að baka dásamlega ávaxtaköku, sem allir elska.  Endilega prófaðu :-)

Svona geri ég:

Ofninn er hitaður í 200°C.  Smjördeigið er afþýtt.  Smjörpappír er sett ur á bökunarplötu.  Hveiti er stráð á boðið og deigplöturnar eru  flattar aðeins út og síðan skornar í tvennt, þversum.  Sykri og kanil er blandað saman í litla skál.  Deigferningunum er er raðað á bökunarplötuna og þeir smurðir með bræddu smjöri og drussað yfir með  góðu lagi af kanilsykri.  Plómurnar eru vegnar, þerraðar og skorna í 8 báta, hver.  Þeim er raðar ofan á deigplöturnar, en skildu eftir 1 cm kant.  Smjöri er smurt yfir plómurnar, síðan smá kanilsykri.  Bakað í ofninum í um 20 mín., þar til deigið er gullinbrúnt og plómurnar mjúkar.  Látnar standa á plötunni í um 5 mín., síðan settra á grind til að kólna.  Bornar á borð með þeyttum rjóma eða góðum vanillu ís. 

Verði þér að góðu :-) 

Ljúffengar 🪻