Lemon drizzle cupcakes

Það sem til þarf er:

Í 12 stk.

250 gr. mjúkt smjör

400 gr. sykur

3 létt þeytt egg

250 gr. hveiti

1 tsk. lyftriduft

Börkur og safi af 3 sítrónum

Það er upplagt að baka þessar litlu gómsætu bollakökur í dag og hafa með kaffinu. Mér finnst þær alveg frábærar, mátuleg súr/sætar með stökkri sykurbráð á toppnum... mmmm. Endilega prófaðu :-)

En svona er aðferðin:

Ofninn er hitaður í 160°C. 12 pappírs formum er komið fyrir í möffins bökunarformum. Smjör og 250 gr. af sykrinum, ásamt eggjum, hveiti, lyftidufti, börkur á 2 sítrónum og safi úr 1 er þeytt með rafmagnsþeytara þar til deigið er balndað saman en ALLS EKKI hræra of mikið. Deiginu er skipt á milli formanna (þau verða nokkuð full) og bakað í miðjum ofni í 30 mín. eða þar til prjóni sem stungið er í miðja köku kemur hreinn út. Kökurnar eru kældar í 10 mín. eftir að þær koma úr ofninum, þá eru þær teknar úr möffins forminu og settar á grind og hver kaka er götuð með prjóni nokkrum sinnum. Restinni af sítrónusafanum, berkinum og sykrinum er blandað saman og hellt yfir kökurnar, kældar alveg.

Verði þér að góðu :-)

Love lemon 🍋