Ananas- og rommkaramellu kaka

Það sem þarf er:

10 stk.

Ofaná:

100 gr. smjör

100 gr. púðursykur

4 msk. dökkt romm, má sleppa

8-10 ananashringir, fer eftir stærð skála

10 rauð kokteilber

Í botninn:

140 gr. smjör, mjúkt

140 gr. sykur

2 stór egg

140 gr. hveiti

1 1/2 tsk. lyftiduft

50 gr. kókosmjöl

6 msk. mjólk

Meðlæti:

Létt þeyttur rjómi eða vanillusósa frá IKEA

Ég er mikil karamellukona, og þegar karamellan er með krydduðu Captein Morgan rommi, ómæmæ..... Vanillusósan frá Ikea er frábærlega mjúk og góð með.

En svona bökum við köku á hvolfi:

Ofninn er hitaður í 180°C. 10 litlar eldfastar skálar eru smurðar vel að innan. Svo þarf að byrja á að búa til karamelluna sem fer í botninn á formunum. Smjör, púðursykur og romm er hitað á lágum hita þar til sykurinn er leystur upp, og látið malla í smástund þar til karamellan þykknar. Helmingnum af karamellunni er skipt á milli skálanna. Ananasinn er mældur og skorið af honum svo hann passi í botninn á skálunum, hringjunum er þrýst létt ofaní og kokteilber er sett í miðjuna.

Botninn: Egg og sykur er þeytt létt og ljóst í hrærivél. Eggjunum er svo bætt við einu í einu, síðan er þurrefnunum hrært saman við og í lokin er mjólkinni bætt útí. Deiginu er skipt á milli skálanna og þær bakaðar í 25 mín. eða þar til þær eru gylltar. Það er ekkert mál að ná kökunum úr formunum, kakan er losuð frá brúnunum með hníf og hvolft á disk. Bornar fram með restinni af karamellunni (þarf að hita upp) og létt leyttum rjóma eða Vanillusósu frá IKEA (þarf að kæla og hrist upp í áður en þú notar hana), sem mér finnst best.

ATH.: Það er hægt að baka eina staka köku í ca. 18x25 cm formi, allt er gert eins. Frystast vel.

Verði þér að góðu :-)

Svolítið retro 😉