Rauðvíns brasseraðir andaleggir

Það sem til þarf er:

F. 4

4 andaleggir (kjúlingaleggir virka vel í þessari uppskrift líka)

Sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar

1msk. ólívu olía

2 laukar, í sneiðum

1 stór gulrót, skræld og í þunnum sneiðum

2 hvítlauksrif, marin

2 lárviðarlauf

3 greinar af timian

2 msk. granateplasýrópi

2 msk. tómatþykkni

2 tsk. reykt paprika

1 tsk. cumin

1 tsk. turmeric

1/2 tsk. kanill

Löng ræma af appelsínuberki

1 stk. appelsína, safinn úr henni

16 þurrkaðar apríkósur

2.3 dl rauðvín

2.3 dl nautasoð

Þessi uppskrift er rosalega góð, með smá nótu af appelsínu, bragðmiklum kryddum og sætum apríkósum, namm. Ég er farin að nota andaleggi töluvert mikið, þeir eru ekki dýrir og eru skemmtileg viðbót við kjúklingaleggina sem maður notar svo mikið. Andaleggir eru bragðmeiri en kjúllinn. Í þessar uppskrift er auðvelt að skipa andaleggjunum út fyrir kjúklingaleggi ef þú vilt, en á eldar þú þá í styttri tíma. Endilega prófaðu :-)

Svona geri ég:

Ofninn er hitaður í 160°C. Leggirnir eru kryddaðir vel með salti. Olían er hituð á lágum hita á stórri pönnu og leggirnir lagði á hana með húðina niður og steiktir þannig í um 10 mín., þar til þeir eru gylltir. Teknir af pönnunni og settir á disk. Umfram fitan sem kemur af leggjunum er helt af pönnunni. Lauknum er bætt á pönnuna ásamt gulrótinni, hvítlauk, lárviðarlaufi og timian. Saltað og látið malla í um 10 mín. Granatepla sírópinu er bætt á pönnuna, ásamt tómat þykkni, reyktri papriku og öllu kryddinu, appelsínuberki, safanum, soði og rauðvíni. Suðan er látin koma upp og látið malla í um 10 mín. Hellt í stórt eldfast fat og leggjunum er komið fyrir í fatinu með húðina upp. Ekki láta fljóta yfir þá. Stungið í ofninn og baka óvarið í um það bil 1 1/2 klst., þar til leggirnir eru mjög meyrir. Boðið á boð með kartöflumús eða hrísgrjónum. Ef þú notar kjúklingaleggi þá er eldunartíminn styttri.

Verði þér að góðu :-)

Dásamlegur vetrarmatur 😋🍗🍷