Áramóta fasaninn

Það sem til þarf er:

F. 4-6

6 mandarínur

650 gr. rauð eða blá vínber + meira til að skreyta með

2 dl vin santo (ítalskt eftirréttarvín frá Toscana)

2 fasanar, innyfli geymd ef þau fylgja með

Smjör, til að smyrja fuglana með

30 gr. þurrkaðir porcini sveppir, bleyttir upp i vatni í 30 mín.

225 gr. valhnetur, saxaðar meðal gróft

2 tsk. balsamic edik

1 msk. soja sósa

Handfylli af rúsínum, gróf saxaðar

Ég hef nokkrum sinnum eldað fasana handa okkur GM, eftir að þeir fóru að fást hérna. Það kom mér á óvart hvað það var mikið villibráðarbragð af þeim, því kjötið er svo ljóst, eiginlega eins og kjúklingur. Bragðið er samt allt öðruvísi. Þessi uppskrift er svolítið uppáhald af þeim sem ég hef prófað. Ávextirnir og mandarínurnar fara svo vel með fasananum. Endilega prófaðu ef þú færð fasana í búðinni :-)

Svona geri ég:

Ofninn er hitaður í 200°C. Börkurinn er fín rifinn af 2 mandarínum, en safinn kreistur úr þeim öllum í skál, en ekki henda mandarínunum það á eftir að nota þær. Vínberin er sett í matvinnsluvél og maukuð gróft, síðan er mandarínusafanum og berkinum hrært út í. Helmingurinn af berjamaukinu er sett í steikarfat, ásamt víninu og innyflum, ef þau fylgdu með fuglinum. Kreistu mandarínurnar eru setta inn í fuglinn, síðan er hann smurður með smjöri, saltaður og pipraður. Fuglarnir eru settir í steikarfat, en látnir liggja á hliðinni. Steiktir í 15 mín., steika soðinu er ausið yfir fuglana, síðan er þeim snúið á hina hliðina og steiktir áfram í 15 mín. Þá er þeim snúið upp, ausið yfir á og steiktir áfram í 15 mín., eða þar til hann er fullsteiktur. Hann er fullsteiktur þegar prjóni er stungið í þykkasta hlutann af lærinu og safinn kemur út glær. Tekinn út úr ofninum og hulinn með álpappír og viskustykki, til að halda þeim heitum. Innyflin eru tekin úr steikarfatinu og hent. Restinni af maukuðu vínberjunum og mandarínusafanum, ásamt balsamic edikinu og soja sósunni, er blandað út í steikarfatið. Vatnið af porcini sveppunum er sigtað út í fatið, en sveppirnir settir til hliðar. Steikarfati er sett á helluna og suðan er látin koma upp í því á meðan þú skarpar alla steikar skánina upp með skeið, látið sjóða í 1-2 mín. hellt í gegnum sigti og pressað niður á ávextina með bakinu á skeið. Sveppirnir er fín skornir, þeim er blandað út í sósuna, ásamt valhnetum og rúsínum, suðan látin koma upp og látið malla, þar til um 1/2 L er eftir af sósunni, krydduð til með salti og pipar. Sósan á að vera sírópskennd, ef hún er það ekki, skaltu sjóða hana lengur. Fasanarnir eru settir á fat og skeytt með vínberjum og smá sósu hellt yfir. Restsinni af sósunni er hellt í sósukönnu og borin á borð.

Verði þér að góðu :-)

Frábær máltíð 🍗🍷💫