Flamberuð nautasteik með rjóma sveppasósu

Það sem til þarf er:

F. 4

6-800 gr. nautakjöt prime ribí nokkuð þykkum sneiðum 

1 1/2-2  tsk. svört piparkorn (má vera meira ef þú vilt), gróf mulin í morteli

Sjávarsalt

2-3 msk.  Koníak eða Armaníak

1 1/2 box kastaníu sveppir, í sneiðum

1/2 L rjómi

Nautakrafur, ég nota frá Fond

Smjör til að steikja uppúr

Ólívu olía

Meðlæti:

Þykkt skornar franskar kartöflur

Ég ætla svona í ganni, að henda því fram hérna, að það er fátt betra en góð steik með frönskum og góðri sósu.  Eins og það er einfaldur réttur, tikkar hann í svo mög box, alla vega hjá mér og mínum.  Þessi steik hefur fylgt okkur í áratugi, en mér hefur ekki dottið í hug fyrr en núna, að setja hana á blað.  Eflaust átt þú einhverja svipaða uppskrift, en ef ekki skora ég á þig að prófa þessa, hún er mjööög góð :-)

Svona geri ég:

Ég tek steikurnar úr ísskápnum að morgni og læt þær standa undir plastfilmu á eldhúsborðinu til kvölds.  Ofninn er hitaður í það hitastig sem frönsku kartöflurnar eiga að steikjast á, þær síðan settar í ofnskúffuna og steiktar.  Ólívu olíu er nuddað á steikurnar, svörtu piparkornin eru mulin gróft í morteli og þeim er nuddað ofan í steikurnar ásamt grófu salti.  Stór rúmgóð panna er hituð á vel rúman meðalhita.  Ca. 2 msk. af smjöri er brætt á pönnunni og smávegis af olíu bætt út í svo smjörið brenni síður.  Þegar pannan er vel heit, eru steikurnar settar á hana og steiktar í 1-2 mín., eftir því hvað þær eru þykkar og hvernig þú vilt hafa þær steiktar.  Steikunum er snúið við og smávegis af smjöri bætt á pönnuna ef þarf og þær steiktar á hinni hliðinni.  Koníakinu er hellt á pönnuna og eldur er borinn a því svo það logi, pannan hrist varleg til svo eldurinn deyi niður, farðu varlega, ekki brenna neitt.   Steikurnar eru teknar af pönnunni og settar á disk og álpappír settur yfir og þær látnar hvílast í 5-10 mín., alls ekki hella smjörinu af pönnunni.  Á meðan býrð þú til sósuna, 1-2 msk. af smjöri er bætt á pönnuna og sveppirnir eru steiktir upp úr því, skánin á pönnunni, er skafin upp í sveppina, hún er gulllið sem gefur góða bragðið.  Þegar þeir eru steiktir er rjómanum hellt á pönnuna og sósan krydduð til með nautakrafti, salti og pipar.  Borið fram með frönsku kartöflunum og glasi af góðu rauðvíni.

Verði þér að góðu :-)

C´mon baby light my fire 🔥💥