Ítölsk kalkúnafylling

Það semt til þarf er:

F. 6

1 chiabatta brauð, eða súrdeigs snittubrauð, rifið í mola

1 dl mjólk

1 dl rjómi

2 stóri hvítir laukar, fín saxaðir

Smjör

10 stk.  vænar bacon sneiðar, smátt skornar

Sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar

3 greinar rósmarín, nálarnar rifnar af stilkunum og saxaðar smátt

1 óvöxuð, þvegin sítróna, bæði safi og börkur, fín rifinn

1 stórt egg

Þessi fylling er rosalega góð, það er upplagt að baka hana sérstaklega í formi og hafa með kalkúnaskipi.  Bragðgjafarnir eru sko ekki af verri endanum, allt í miklu uppáhaldi, bacon, brauð, laukur, rjómi og egg, með rósmarín og sítrónu undirtón, yummí.  Það er ekkert sem bannar að setja þessa fyllingu í heilan kalkún, um að gera að prófa.

Svona geri ég:

Brauðið er rifið eða skorið í kubba og sett í stóra skál.  Rjóma og mjólk er hellt yfir brauðið, blandað vel saman svo allt brauðið blotni allt. Látið standa í smástund svo brauðið gegn blotni vel.  Síðan er það stappað saman með gaffli eða hnoðað með fingrunum til að losa kubbana svolítið í sundur.  Laukurinn er skorinn fínt og steiktur á pönnu upp úr stórri klípu af smjöri (ekki spara það), þar til hann er meyr og glær, saltað og piprað.  Þá er baconinu bætt á pönnuna og steikt þar til það byrjar að brúnast aðeins, síðan er smátt söxuðu rósmaríni bætt út á pönnuna og steikt áfram í 3-4 mín.  Pannan er tekin af hitanum og lauk blandan kæld í smástund, síðan er henni hrært saman við brauðið.  Sítrónubörkurinn er rifinn fínt á rifjárni og bætt í fyllinguna ásamt sítrónusafanum (gott af smakka hann áður, ef hann er mjög súr skaltu smakka þig áfram með magnið).  Eggið er létt þeytt og hrært út í, í lokin.  Smakkað til með rósmarín, salti og pipar.  Eldfast form er smurt að innan með smjöri og fyllingin smurt í það.  Bökuð í 20 mín. á 220°C, á meðan kalkúnaskipið er að jafna sig eftir steikinguna.  Borin fram heit, með kjötinu, sósunni og restinni af meðlætinu.

Verði þér að góðu :-)

Stöffing Itliano😊Æði með ⬇⬇