Reyktur lax með caper aioli

Það sem til þarf er:

F. 6

450 gr. reyktur lax

3 eggjarauður

Sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar

1 dl ólívu olíu

1 dl sólblóma olía

2 tsk. capers, fínt saxaðir

1 skarlottulaukur, fínsaxaður

1 blað matarlím

Fræ spírur, til að skreyta með

Gúrkusalat:

1/2 gúrka

1 tsk. edik

Ristað brauð

Smjör

Hér er á ferðinni afar þægilegur og mjög bragðgóður forréttur, sem er auðvelt að búa til og má gera daginn áður. Endilga próaðu :-)

Svona geri ég:

6 lítil form eru plastklædd að innan. 6 langar sneiðar 2.5x25cm, eru skornar úr laxa flakinu, restin er skorin smátt. Löngu sneiðarnar eru lagðar inn í hliðarnar á skálunum. Eggjarauðurnar eru settar í blandara og þeyttar með smá salti og pipar, þar til þær eru orðnar ljósar og þéttar. Báðum olíunum er blandað saman í könnu og síðan er þeim hellt í mjórri bunu í eggjarauðurnar á meðan þær eru að þeytast, haldið áfram þar til aioli-ið er þykkt og mjúkt. Matarlímið er bleytt upp í köldu vatni. Þegar það er orðið mjúkt er það brætt yfir vatnsbaði. Smávegis af aioli er hrært út í matarlímið, til að kæla það, síðan er því hellt út í restina af aioli-inu, smátt söxuðu capers og skarlottulauknum er líka blandað út í. Restin af laxinum er sett í blandarann, ásamt 6 msk. af aioli-inu og blandað létt saman, sían hrært saman við restina. Skálarnar eru fylltar af aioli-inu og plastið síðan lagt yfir til að loka þeim, restin er geymd, þar til á að setja á diskana Stungið í ísskáp yfir nótt eða í nokkra tíma. Þegar kemur að því að bera á borð, er gúrkan skorin í tvennt eftir endilöngu og kjarninn skafinn út og hent. Síðan er hún skorin í þunnar langar ræmur með ostaskera eða á mandólíni. Lengjurnar eru settar í skál með edikinu og smá salti. Skálarnar með laxinum eru teknar úr ísskápnum og plastið losað af botninum, síðan er þeim hvolft á disk og plastið tekið af. Smávegis af aioli-inu er sett ofan á hvern laxabolla, ásamt nokkrum fræ spírum og svolitlu af gúrkusalatinu til hliðar. Borið fram með ristuðu brauði og smjöri.

Verði þér að góðu :-)

Dásamlega góður og þægilegur 😋💖