Rækjur í avokadó

Það sem til þarf er:

F. 2-4

1/2 kg. skelflettar og soðnar risarækjur

2 sítrónur, börkur og safi

30 gr. majones

2 msk. extra virgine ólífu olía

2 vænir sellerí stilkar, þvegnir og skornir í þunnar sneiðar

1/4 rauðlaukur, fín skorinn í litla bita

1/4 af steinseljubúnti, saxað

1/4 af kóríanderbúnti, saxað

2-3 avókadó

Létt og lekkert, en gefur ekkert eftir í bragði. Hvort sem þú ert að spá í eitthvað gott til að bjóða elskunni þinni uppá á kósýkvöldi heima, eða þig vantar góðan forrétt, jafnvel léttan rétt í vinkonu lunch eða þú vilt bara dekra við þig sjálfa. Dásamlegt að setja eitthvað gómsætt í nestisboxið sitt til að gæða sér á í hádeginu í vinnunni. Þú getur notað þetta rækjusalat á margan hátt, svo prófaðu endilega, þú átt eftir að gera þetta salat aftur og aftur, promise ;-)

Svona geri ég:

Rækjurnar eru afþýddar og skornar í 2-3 bita hver. Sítrónurnar eru þvegnar mjög vel, síðan er börkurinn af 1 sítrónu fín rifinn, í rúmgóða skál og safinn kreistur úr helmingnum af henni í skálina. Majónesi og ólívu olíu er hrært út í og blandað vel saman. Selleríinu, lauknum, kryddjurtunum og rækjunum er hrært út í majónes blönduna og smakkað til með sítrónusafa/berki, salti og pipar. Borið fram í avókadó helmingum eða með blönduðum salatlaufum.

Verði þér að góðu :-)

Leve e delicioso 😋