Rækjukæfa Rögnu

Það sem til þarf er:

F. 6-8

1 kg. rækjur

200 gr. rækjusmurostur

175 gr. majónes

175 gr. sýrður rjómi

2 dl púrra eða vorlaukur, smátt saxað

1/2 dl ferskt dill, smátt axað

1/4 tsk. hvítur pipar

2 msk. Dijon sinnep

1 tsk. Aromat

6 blöð matalím

2 msk. rjómi


Meðlæti:

Chantilly sósa

Ristað brauð

Smjör

Þessa frábæru uppskrift fékk ég hjá Rögnu Fossberg frænku, sem er mikill matgæðingur. Uppskriftin er mjög góð, fljótleg og er fyrir marga, svo ef þú vilt slá margar flugur í einu höggi, skaltu skoða þessa uppskrift vel. Endilega prófaðu :-)

Svona gerir frænka:

Stórt jólakökuform er plastklætt að innan. Matarlímið er bleytt upp i köldu vatni. Það er síðan brætt yfir vatnsbaði í rjómanum. Allt nema rækjurnar er sett í matvinnsluvél og blandað vel saman. Rækjurnar eru hrærðar út í ásamt uppleystu matarlíminu. Hrærunni er hellt í plastklætt formið og filma síðan breidd yfir. Sett í ísskáp yfir nótt. Þegar kemur að því að bera fram, er plastið tekið ofan af forminu og því síðan hvolft á fat og kæfan skreytt að vild. Borið á borð með Chantilly sósu, ristuðu brauði og smjöri.

Verði þér að góðu :-)

Nammmi.... 🥂🎊